Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Besta deildin er að fara á fullt aftur eftir hlé og komið að heimaleik hjá okkar stelpum. Þór/KA tekur á móti Þrótti. Leikurinn hefst kl. 16.
Fyrir leikinn munar tveimur stigum á liðunum. Þróttur er í 3. sæti deildarinnar með 21 stig úr 12 leikjum, en Þór/KA með 19 stig eftir jafn marga leiki. Þróttur hafði sigur í fyrri leik liðanna í sumar, 2-1.
Nú eru sex umferðir eftir af hefbundnu deildarkeppninni, áður en kemur að tvískiptingu þar sem annars vegar spila sex efstu liðin og hins vegar fjögur neðstu. Einum leik er lokið í 13. umferðinni, en hér má sjá stöðuna eins og hún er fyrir leikina fjóra sem fram fara í deildinni í dag.
Liðin hafa mæst alls 12 sinnum í efstu deild Íslandsmótsins. Þór/KA hefur oftar haft betur, unnið sjö leiki, en Þróttur fjóra. Fyrstu viðureignir þessara liða í efstu deild voru 2011.
Sjá einnig á thorka.is.