Þór/KA vann Fram Lengjubikarnum

Þór/KA vann Fram örugglega í þriðja leik liðsins í riðli 1 í A-deild Lengjubikarsins í gær, 5-1. Þór/KA komst yfir í upphafi leiks, en Fram jafnaði upp úr miðjum fyrri hálfleik. Skömmu síðar komu tvö mörk með um þriggja mínútna millibili og aftur í seinni hálfleiknum.

Sonja Björg Sigurðardóttir og Karen María Sigurgeirsdóttir skoruðu tvö mörk hvor og Margrét Árnadóttir eitt.

Með sigrinum fór Þór/KA í toppsæti riðils 1 í A-deild Lengjbukars kvenna með sex stig úr þremur leikjum. Valur og Þróttur eru einnig með sex stig og eiga leik til góða á Þór/KA, sem raðast þó í efsta sætið með bestu markatöluna.

Nánar á thorka.is.