Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Þór/KA sigraði Völsung í kvennadeild Kjarnafæðismótsins í dag og endar liðið með fullt hús á toppnum. Sandra María skoraði þrennu í dag.
Þór/KA skoraði þrjú mörk á stuttum kafla í fyrri hálfleiknum gegn Völsungi, en í liði Völsungs voru meðal annars sex lánsleikmenn frá Þór/KA. Sandra María Jessen skoraði fyrsta markið á 14. mínútu, Ísfold Marý Sigtryggsdóttir annað markið á 17. mínútu og Amalía Árnadóttir það þriðja á 22. mínútu. Þriggja marka forysta í leikhléi.
Fjórða markið kom ekki fyrr en á 74. mínútu, en það gerði Emelía Ósk Kruger. Sandra María Jessen bætti svo við tveimur mörkum og kláraði þrennuna sína á 84. og 89. mínútu. Þess má til gamans geta að Jakobína Hjörvarsdóttir lagði upp tvö mörk á fjórum mínútum í fyrri hálfleiknum og Hildur Anna Birgisdóttir lagði upp tvö síðustu mörk leiksins, en hún hafði komið inn sem varamaður tveimur mínútum fyrir fimmta markið.
Lokatölur: Völsungur - Þór/KA 0-6 (0-3).
Þór/KA kláraði mótið með fullu húsi vann alla fjóra leiki sína. Þór/KA2 endar í 2. sæti mótsins með níu stig, vann þrjá leiki, en tapaði einungis fyrir hinu Þór/KA-liðinu. Enn er ólokið tveimur leikjum í mótinu, en Völsungur á eftir að mæta bæði FHL og Tindastóli. Ekkert þessara liða getur þó náð Þór/KA2 í 2. sætinu.
Leikskýrslan á vef KSÍ.
Mótið á vef KSÍ.
Sjá einnig frétt um leikinn á thorka.is.
Nú tekur við þátttaka í Lengjubikarnum hjá Þór/KA, en liðið fær FH í heimsókn í Bogann laugardaginn 11. febrúar. Þór TV verður áfram með streymi frá leikjum liðsins í Lengjubikarnum eins og í Kjarnafæðismótinu. Leikurinn kostar 1.000 krónur.
Að loknum leik og loknu móti. Aftari röð frá vinstri: Rut Marín Róbertsdóttir, Marey Dóróthea Maronsdóttir Olsen, Harpa Jóhannsdóttir, Arna Rut Orradóttir, Anna Guðný Sveinsdóttir, Ísabella Júlía Óskarsdóttir, Emelía Ósk Kruger, Angela Mary Helgadóttir, Steingerður Snorradóttir, Kolfinna Eik Elínardóttir, Karlotta Björk Andradóttir og Bríet Jóhannsdóttir.
Fremri röð frá vinstri: Hulda Björg Hannesdóttir, Jakobína Hjörvarsdóttir, Krista Dís Kristinsdóttir, Sonja Björg Sigurðardóttir, Amalía Árnadóttir, Una Móeiður Hlynsdóttir, Ísfold Marý Sigtryggsdóttir, Sandra María Jessen, Hildur Anna Birgisdóttir, Hulda Ósk Jóhannsdóttir og Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir.
Mynd: HarIngo