Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Þóroddur Hjaltalín var í gær sæmdur heiðursfélaganafnbót í Íþróttafélaginu Þór á samkomu í tilefni af 108 ára afmæli félagsins.
Nói Björnsson formaður flutti eftirfarandi ræðu um Þórodd við athöfnina:
Þóroddur Hjaltalín er fæddur 7. júní 1943 og er því áttræður í dag, þegar þessi frétt er birt.
Þóroddur Hjaltalín fyrrum bólstrari, knattspyrnudómari og stjórnarmaður í Þór á sér langa sögu í Íþróttafélaginu Þór. Allt frá barnsaldri hefur Þóroddur verið Þórsari í húð og hár. Þóroddur var knattspyrnudómari um langt árabil og dæmdi m.a. í efstu deildum og eftirlitsmaður KSÍ.
Þóroddur var gjaldkeri knattspyrnudeildar um miðja áttunda áratugnum (1975-1976) og í framhaldinu tók hann svo við sem formaður deildarinnar.
Síðar eða um 1980 tók hann sæti í aðalstjórn félagsins sem varaformaður. Árið 1998 tók hann sæti á ný í stjórn knattspyrnudeildar sem formaður og sat þar um árabil.
Þóroddur var sæmdur gullmerki Þórs í desember 2007 en áður hafði hann fengið silfurmerki félagsins.
Þóroddur hefur einnig hlotið gull og silfurmerki KSÍ og Heiðursviðurkenningu Íþróttaráðs 2011.
Íþróttafélagið Þór óskar Þóroddi til hamingju með heiðursfélaganafnbótina og þakkar honum farsæl störf í þágu félagsins.
Myndaalbúm frá athöfninni - Ármann Kolbeinsson.