Þorparar settu svip sinn á Unglingalandsmótið

Þórsarar voru flestir í fríi frá íþróttum um Verslunarmannahelgina. Ekki gilti það þó um alla því stór hópur úr ungra Þórsara fór á Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið var í Borgarnesi um þessa mestu ferðahelgi okkar íslendinga. Hefð hefur skapast fyrir því hjá stórum hóp drengja að skrá sig á landsmótið undir því skemmtilega nafni Þorparar en einnig var lið að nafni Einhyrningar að mestu skipað Þórsurum og þá sá fréttari einnig til nokkurra stúlkna úr Þór í hinum ýmsu liðum.

Keppt er í öllum mögulegum hlutum á landsmótinu og tóku Þorparar, Einhyrningar og fleiri krakkar úr þorpinu undir merkjum annara liða meðal annars þátt í grasblaki, grashandbolta, fótbolta, körfubolta og kökuskreytingum. 

Þó svo að hugmyndin sé fyrst og fremst að vera með og hafa gaman af þá er alltaf stutt í keppnisskapið hjá krökkunum  og því er ekki úr vegi að minnast á að Þorparar tóku meðal annars fyrsta og annað sæti (fleiri en eitt lið voru skráð til leiks hjá hópnum) í fótbolta 13-14 ára. Einhyrningar sem kepptu í aldurshóp 11-12 ára unnu fótboltann í sínum aldursflokki. Þorparar unnu keppnina í handbolta 13-14 ára. Ekki fer miklum sögum af gengi krakkana í kökuskreytingum enda mun betra að borða kökur en skreyta þær!

Einhyrningar

 

Þorparar

 

Kökuskreytingateymi Þorpara 

 

Þorparar sáttir eftir körfuboltakeppnina

 

Einhyrningar efstir á palli eftir fótboltakeppnina