Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Keppni í Ljósleiðaradeildinni, þar sem keppt er í tölvuleiknum Counter Strike, lauk á fimmtudagskvöldið. Þórsarar töpuðu lokaviðureigninni og enduðu í 3. sæti.
Frá því að við sögðum frá stöðunni í deildinni síðast urðu vendingar og einn leikur í deildinni var endurtekinn, en leikur Dusty og Ármanns frá því í janúar hafði verið ógiltur. Dusty vann þann leik fyrr um kvöldið og eftir að Atlantic vann sinn lokaleik voru Atlantic og Dusty jöfn að stigum, bæði með 28 stig, en Þórsarar með 26 stig og aðeins viðureign Dusty og Þórs eftir.
Fyrir lokaleikinn var því ljóst að Þórsarar gátu ekki unnið deildina, en hins vegar gátu þeir haft áhrif á það hvort Atlantic eða Dusty stæðu uppi sem sigurvegarar. Með sigri hefðu Þórsarar náð þessum liðum aftur að stigum, en röðin hefði þá áfram verið sú sam og hún var fyrir lokaumferðina út frá árangri í innbyrðis viðureignum, Atlantic hefði þá haldið toppsætinu, en Þórsarar verið áfram í 3. sæti.
Það fór hins vegar svo að Þórsarar lágu fyrir Dusty í lokaleiknum, 7-16. Dusty vann því deildina, Atlantic varð í 2. sæti og Þórsarar fengu bronsið.
Leikmenn Þórs:
Rean - Andri Þór Bjarnason
Allee** - Alfreð Leó Svansson
Dabbeehhh - Davíð Örn Matthíasson
Peterrr - Pétur Örn Helgason
Tony - Antonio Salvador
Alfreð Leó og Antonio komu inn í liðið á miðju tímabili.
Facebook-síða Rafíþróttasamtaka Íslands
Facebook-síða Ljósleiðaradeildarinnar
Umfjöllun á Vísi:
Dusty deildarmeistarar eftir sigur á Þór! - Vísir (visir.is)
18. umferð CS:GO | Dusty meistarar enn á ný - Vísir (visir.is)