Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Það er leikdagur hjá okkar mönnum í Lengjudeildinni. Þórsarar halda til Njarðvíkur og mæta þeim grænu kl. 14 í dag. Vekjum athygli á breyttum leiktíma.
Leikur Þórs og Njarðvíkur er í 8. umferð Lengjudeildaarinnar. Þórsarar hífðu sig upp í 3. sætið með sigri í síðustu umferð, eru nú með 12 stig, en nokkurt bil upp í tvö efstu sætin þar sem Afturelding er með 19 stig og Fjölnir 17. Njarðvíkingar eru í 9. sæti deildarinnar með sex stig úr sjö leikjum, hafa unnið einn leik og gert þrjú jafntefli.
Þór og Njarðvík hafa mæst 14 sinnum í næstefstu deild Íslandsmótsins. Þórsarara hafa unnið níu leiki, tvisvar hefur orðið jafntefli, en Njarðvíkingar þrisvar sigraað. Síðast voru þessi lið saman í Inkasso-deildinni 2018 og 2019 og þá vann Þór allar fjórar viðureignir liðanna. Í þessum fjórum viðureignum vara markatalan samtals 8-1 og eina mark Njarðvíkinga var skráð sem sjálfsmark leikmanns Þórs. Í fyrri leiknum 2018 klóruðu Þórsarar fram sigur þegar Alvaro Montejo skoraði eina mark leiksins á 4. mínútu uppbótartíma.
Fyrri viðureignir liðanna í næstefstu deild voru á árunum 2003-2010.
Leikjabreytingar vegna U19
Vegna þátttöku Íslands í lokamóti EM U19 hafa nokkrir leikir í Lengjudeildinni verið færðir til, þar á meðal tveir leikir hjá okkar liði. Eftirfarandi breytingar verða á leikjum hjá Þór:
Leikur Þórs og Njarðvíkur verður í beinni á YouTube-rás Lengjudeildarinnar: