Þórsarar meðal sigurvegara á 79.Goðamótinu

Goðamót 5.flokks karla fór fram á Þórssvæðinu um helgina.

Ríflega 320 drengir hvaðanæva af landinu tóku þátt í mótinu sem gekk afar vel fyrir sig. Þór tefldi fram fimm liðum í mótinu og unnu mótið í keppni A-liða þar sem Þór lagði Val að velli í æsispennandi úrslitaleik, 3-2.

Goðamótsmeistarar A-liða - Þór 1

Goðamótsmeistarar B-liða - KF/Dalvík 1

Goðamótsmeistarar C-liða - KA Saka

Goðamótsmeistarar D-liða - Kópavogur AAE

Goðamótsmeistarar E-liða - Völsungur 2

Goðamótsmeistarar F-liða - Kópavogur KIK

Keppendur gistu í Glerárskóla og var umgengni liðanna þar til mikillar fyrirmyndar. Goðamótið er margt meira en bara keppni í fótbolta og nutu keppendur sín vel á Akureyri um helgina þar sem heimsókn í Ísgerðina og Sundlaug Akureyrar er fastur liður á Goðamótum.

Goðamótsnefnd vill koma á framfæri þökkum til allra þeirra fjölmörgu foreldra og sjálfboðaliða sem hjálpa til við að láta mótið ganga upp og þakka þjálfurum, keppendum og aðstandendum þeirra kærlega fyrir skemmtilega helgi.

80.Goðamót Þórs fer fram um næstu helgi þar sem stelpur í 5.flokki munu keppa.