Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Körfuknattleiksdeild Þórs hefur samið við þrjá nýja leikmenn sem leika munu með liðinu í 1. deildinni á komandi tímabili, einn Bandaríkjamann, einn kemur frá Hetti og einn frá Tindastóli. Þetta eru þeir Michael Walcott, Reynir Bjarkan Róbertsson og Sigurjón Trausti Guðgeirsson Hjarðar. Sá bandaríski er á leið inn í þriggja ára regluna þar sem hann hefur verið búsettur á Íslandi undanfarin þrjú ár, en Þór hefur áður samið við annan Bandaríkjamann, Harrison Butler.
Reynir er 188 sm hár bakvörður, fæddur árið 2004. Hann spilaði á síðasta ári fyrir Íslandsmeistara Tindastól en auk þess var hann lykilmaður í ungmennaflokksliði Stólanna sem vann sína deild. Reynir er virkilega efnilegur leikmaður sem getur búið til færi fyrir sjálfan sig og aðra á fjölbreyttan hátt. Hann mun hjálpa okkur mikið í stöðu bakvarðar/leikstjórnanda ásamt Smára og Hákoni.
Reynir Bjarkan Róbertsson og Jón Ingi Baldvinsson, úr stjórn kkd. Þórs.
Sigurjón kemur til okkar frá Hetti þar sem hann var í æfingahópi meistaraflokks á síðasta ári en vegna meiðsla og styrks hópsins fékk Sigurjón ekki mörg tækifæri til að sanna sig. Sigurjón er 202 sm á hæð og sterklega byggður en hann mun koma til með styrkja okkur í baráttunni í kringum körfuna. Sigurjón er fæddur árið 2000.
Stefán Þór Pétursson, formaður kkd. Þórs, og Sigurjón Trausti Guðgeirsson Hjarðar.
Michael er 183 sm skotbakvörður frá Bandaríkjunum. Hann hefur búið á Íslandi undanfarin þrjú ár og hefur á þeim tíma spilað fyrir fjölda liða. Vegna reglugerða um erlenda leikmenn hefur það reynst Mike erfitt að finna sér lið þar sem aðeins má spila einum bandarískum leikmanni í hverju liði, en flest fá til sín bandarískann atvinnumann. Á næsta ári mun Mike færast inn á þriggja ára regluna og því getað spilað án hamla. Michael Walcott er mikill orkubolti og sterkur karakter en hann mun koma með reynslu og orku inn í hópinn. Mike er fæddur árið 1989.
Michael Walcott.