Skjáskot af ja.is.
Kvennaliðin okkar í boltaíþróttunum eiga það sameiginlegt að heimsækja Stjörnuna í Garðabæinn ítrekað í þessum mánuði, samtals eru sex ferðir staðfestar, en gætu orðið sjö.
- Knattspyrnulið Þórs/KA mætti Stjörnunni í úrslitaleik A-deildar kvenna í Lengjubikarnum laugardaginn 1. apríl og mátti sjá á eftir bikarnum í hendur Stjörnunni eftir vítaspyrnukeppni. Þessi lið mætast svo aftur miðvikudaginn 26. apríl í Garðabænum í fyrstu umferð Bestu deildarinnar.
- Körfuknattleikslið Þórs er í einvígi við Stjörnuna um sigur í 1. deild kvenna, en bæði liðin hafa nú þegar tryggt sér sæti í efstu deild á næsta tímabili. Einvígið fer í fimm leiki og verður oddaleikurinn í Garðabænum á morgun kl. 19:15. Þórsstelpurnar hafa nú þegar farið í Garðabæinn tvisvar á virkum dögum (5. og 12. apríl) og nú bætist þriðji virki dagurinn við.
- Handknattleikslið KA/Þórs er að hefja leik í úrslitakeppni Olísdeildar kvenna í dag þegar stelpurnar mæta Stjörnunni í Garðabænum. Sá leikur hefst kl. 18. Ef einvígi KA/Þórs og Stjörnunnar fer í þrjá leiki fara stelpurnar aftur í Garðabæinn sunnudaginn 23. apríl.
Með öðrum orðum: Meistaraflokkslið kvenna frá Akureyri spila sex leiki, mögulega sjö, í Garðabæ og það aðeins í aprílmánuði!