Tímabilið endaði á sigri

Tímabilinu hjá karlaliði okkar Þórsara lauk í gærdag þegar strákarnir spiluðu sinn síðasta leik gegn Gróttu sem þegar voru fallnir úr deildinni. 

Í raun var eins og um hálfgerðan æfingaleik væri að ræða enda lítið í húfi annað en heiðurinn. Okkar menn voru sterkari aðilinn heilt yfir í leiknum og unnu að lokum 2-1.

Mörk okkar manna skoruðu hinn kornungi Sverrir Páll Ingason og okkar markahæsti leikmaður liðsins Rafael Victor. Þess má geta að Sverrir er enn löglegur í 3.flokk, fæddur 2008.

Tímabilið í sumar heilt yfir vonbrigði enda ætlunin að slást í toppbaráttu en svo fór sem fór og nú er bara að allir í liðinu og þeir sem í kringum það eru dragi lærdóm af sumrinu og mæti tvíelfdir til leiks næsta sumar!