Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Toppliðið stakk af í síðar hálfleik
Þórsarar máttu þola fjörutíu stiga tap gegn Álftanesi þegar liðin mættust í íþróttahöllinni í kvöld. Leikurinn var tiltölulega jafn framan af en í hálfleik var munurinn á liðunum 14 stig 27:41. Þórsarar byrjuðu seinni hálfleikinn prýðilega en um miðjan leikhlutann var munurinn sjö stig 42:49 en þá settu gestirnir í fluggír og hreinlega stungu af. Þá datt hreinlega botninn úr leik Þórs og ekkert gekk upp hvorki í vörn né sókn og gestirnir nýttu sér það til hins ýtrasta og unnu síðari hálfleikinn með 26 stigum 16:40 og fjörutíu stiga sigur staðreynd 67:107.
Þótt tapið sé jafn stórt og raunin er á voru þó ljósir punktar í liði Þórs í kvöld en þeir voru þrem stigum undir eftir fyrsta leikhluta og eins var þriðji leikhluti jafn en hann unnu gestirnir með tveimur stigum 24:26. En heldur fór að halla undan fæti í öðrum leikhluta sem gestirnir unnu með ellefu stigum 15:26. Trúlegt má telja að Þórsarar vilji gleyma fjórða leikhlutanum sem allra fyrst en þeir skorðu aðeins 16 stig gegn 40 gestanna.
Segja má að breiddin hjá Álftanesi hafi vegið hvað þyngst í kvöld en stig af bekknum var 51 stig gegn 9 Þórs.
Hjá Þór var Smári Jónsson stigahæstur með 19 stig, Toni Cutuk 12 stig og 10 fráköst og Baldur Örn 8 stig og 10 fráköst.
Í liði gestanna var Unnsteinn Rúnar með 18 stig og Dúi Þór 17. Stigaskor gestanna dreifðist vel en alls skoruðu ellefu leikmenn.
Gangur leiks eftir leikhlutum: 12:15 / 15:26 (27:41) 24:26 / 16:40= 67:107
Framlag leikmanna Þórs: Smári Jónsson 19/2/4, Toni Cutuk 12/10/1, Arturo Rodriguez 11/9/5, Baldur Örn 8/10/3, Kolbeinn Fannar 8/2/0, Páll Nóel 3 stig, Hlynur Freyr 2/4/1, Þráinn Svan 2/2/0 og Andri Már 2/2/0.
Framlag leikmanna Álftanes: Unnsteinn Rúnar 18/2/2, Dúi Þór 17/4/8, Dino Stipcic 15/2/1, Cedrick Bowen 15/6/3, Magnús Helgi 11/3/1, Pálmi Geir 7/6/4, Srdan Stojanovic 5/5/2, Sigurður Rúnar 3/0/1, Ragnar Jósef 2/2/0 og Snjólfur Marel 2/6/3.
Viðtal við Óskar Þór Þorsteinsson
Viðtal við Kjartan Atla Kjartansson
Áfram Þór alltaf, alls staðar