U17 komst áfram og gerði jafntefli við Spán

Siggi #1 , Egill #3, Einar #6 og Sverrir #13

Mynd - Hafliði Breiðfjörð - Fótbolti.net
Siggi #1 , Egill #3, Einar #6 og Sverrir #13

Mynd - Hafliði Breiðfjörð - Fótbolti.net

Þórsararnir fimm í U17 landsliði Íslands stóðu sig vel með liðinu sem náði markmiði sínu og komst áfram í næstu umferð undankeppni EM.

Síðasti leikur liðsins var gegn firnasterku liði Spánverja í kvöld og lauk honum með jafntefli, 2-2, en bæði liðin voru búin að tryggja sig áfram fyrir leik kvöldsins þar sem íslenska liðið vann örugga sigra á Norður-Makedóníu og Eistlandi áður en kom að leiknum gegn Spáni.

Sigurður Jökull Ingvason stóð allan tímann í marki Íslands í kvöld og átti mjög góðan leik en hann sat á bekknum fyrri tvo leikina. Egill Orri Arnarsson bar fyrirliðaband Íslands í öllum leikjunum og lagði upp jöfnunmark Íslands í dag auk þess að bjarga einu sinni á marklínu. Þeir tveir gengu til liðs við Midtjylland frá Þór síðasta sumar.

Einar Freyr Halldórsson var í byrjunarliði Íslands í öllum leikjunum þremur og lék á miðjunni. Sverrir Páll Ingason byrjaði sömuleiðis alla leiki Íslands í stöðu hægri bakvarðar. Ásbjörn Líndal Arnarsson lék í hjarta varnarinnar gegn Norður Makedóníu og Eistlandi en í leiknum gegn Eistlandi skoraði Ásbjörn eitt þriggja marka íslenska liðsins áður en hann fékk að líta rautt spjald, sem þýddi að hann var í leikbanni gegn Spánverjum í kvöld.

Nánar var fjallað um leikinn gegn Spánverjum á  Fótbolti.net.

Við óskum okkar drengjum og íslenska liðinu til hamingju með áfangann.