Edgars Kede, Dilyan Kolev og Sigurður Fannar Stefánsson tryggðu sér sæti í úrvalsdeildinni í haust.
Dilyan Kolev sigraði í gulldeildinni. Alls voru 43 kependur sem tóku þátt í 3. umferðinni hér fyrir norðan.
Þriðja umferð Novis-deildarinnar fór fram í gær og var vel mætt í aðstöðu píludeildar Þórs, alls 43 keppendur. Meðal annars var keppt um þrjú laus sæti í úrvalsdeildinni sem fram fer í haust og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Þrír efstu keppendur í gulldeildinni tryggðu sér sæti í úrvalsdeildinni, en það voru þeir Dilyan Kolev, Sigurður Fannar Stefánsson og Edgars Kede.
Í gær fór einnig fram keppnin DARTUNG 2 í Grindavík og þar var Snæbjörn Ingi frá píludeild Þórs mættur til leiks. Hann gerði sér lítið fyrir og vann mótið í aldursflokki 14-18 ára stráka.
Sigurvegarar í deildum
Gulldeild: Dilyan Kolev
Silfurdeild: Steinþór Már Auðunsson
Bronsdeild: Pálmar Ingi
Kopardeild: Jón Svavar Árnason
Járndeild: Sigurður Bjarnar Pálsson
Oftast skorað 180: Steinþór Már Auðunsson og Róbert Logi Ottesen Kristinsson, báðir þrisvar.
Hæsta útskot: Óskar Jónasson, 161.
Snæbjörn Ingi vann í flokki 14-18 ára stráka á Dartung 2 í Grindavík.
Allar myndirnar eru af Facebook-síðu píludeildar Þórs.
Dilyan Kolev, sigurvegari gulldeildar.
Steinþór Már Auðunsson, sigurvegari silfurdeildar.
Pálmar Ingi Gunnarsson, sigurvegari bronsdeildar.
Jón Svavar Árnason, sigurvegari kopardeildar.
Sigurður Bjarnar Pálsson, sigurvegari járndeildar.