Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Átján þátttakendur á byrjendanámskeiði í körfuboltaþjálfun.
Körfuknattleiksdeild Þórs og KKÍ standa fyrir þjálfaranámskeiði fyrir byrjendur, 1A, sem er hluti af því að vekja almennan áhuga ungmenna innan félagsins á þjálfun í körfubolta. Snorri Örn Arnaldsson, mótastjóri KKÍ, var mættur í Hamar í dag og hélt fyrirlestur fyrir þátttakendur á námskeiðinu. Kennslan fer síðan einnig fram með verklegum hætti í íþróttahúsi Síðuskóla. Yngstu þátttakendur á námskeiðinu eru fæddir 2009.