Vel tókst til með körfuboltabúðir fyrir stúlkur

Körfuboltabúðir fyrir stelpur voru haldnar á sunnudaginn 21. janúar, er þetta i fyrsta sinn sem Þór heldur körfuboltabúðir sem eru einungis ætlaðar stelpum.

Mætingin í búðirnar fór fram úr öllum væntingum og mættu u.þ.b. 75 stelpur.

Í hópnum voru margar stelpur sem voru að prófa körfubolta í fyrsta sinn, stelpur sem höfðu æft áður og stelpur sem æfa nú þegar með Þór, Samherjum eða Tindastól.

Uppsetning búðanna var þannig að stelpurnar mættu á æfingu klukkan 10:00-11:40 í Höllinni. Á þessari fyrstu æfingu hitaði hópurinn upp saman og síðan var þeim skipt í hópa og hófst þá stöðvavinna. Þjálfarar á búðunum voru leikmenn í úrvalsdeildarliði Þórs og hann reynslumikli Bjarki Ármann Oddsson.

Þegar fyrstu æfingu lauk fengu stelpurnar hádegismat í boði Subway og eftir hádegishlé var hópnum skipt til helminga. Annar helmingurinn fór aftur inn í íþróttasal á næstu æfingu á meðan hinn helmingurinn fór á fyrirlestur hjá Maddie Sutton.

Maddie Sutton

“I got the privilege of sharing a presentation to the girls of the camp about what it means to be a girl in basketball. We started the presentation off by getting to know everybody in the room; it was the girls goal to learn everybody’s name. The emphasis on this presentation was to enlighten our young athletes on all of the possibilities that being a young girl in sport bring, even the difficult areas. The presentation was very interactive and the girls did a phenomenal job of sharing their thoughts and ideas with the group. The girls loved our teamwork exercise, where they all had to join hands and work together to get all of their group through a hula hoop without breaking hands. They understood immediately the meaning to this exercise and learned about all of the different roles an athlete can play on a team. We ended the day by having the girls design posters for our women’s team to display at our home games. I had the help of my amazing teammates, Hulda and Katrín, to help translate if the girls had trouble understanding me. This experience was incredible to share with these young athletes.

Að búðum loknum fengu allar sem tóku þátt frítt í sund og frían ís frá Ísgerðinni.

Frábær dagur í höllinni með frábærum stelpum.

Til að sjá myndir frá deginum smellið á myndina hér að neðan.