Virk efri ár - alls konar hreyfing í boði á næstu vikum

Um 220 manns sóttu kynningu á verkefninu á dögunum. Mynd: Akureyrarbær.
Um 220 manns sóttu kynningu á verkefninu á dögunum. Mynd: Akureyrarbær.

Akureyrarbær stendur á næstunni fyrir verkefninu „Virk efri ár“, sem ætlað er að styðja við heilsueflingu eldri íbúa sveitarfélagsins. Margs konar hreyfing verður í boði og er enn tækifæri til að skrá sig og taka þátt.

Haldin var kynning á verkefninu í Hofi á dögunum og geta áhugasamir íbúar enn skráð sig til leiks með því að hafa samband í síma 8650913 eða með því að senda tölvupóst í virkefriar@akureyri.is. 

Fram kemur í frétt á vef Akureyrarbæjar - sjá hér - að fyrsta lota standi í 12 vikur og í boði verði meðal annars blak, styrktaræfingar, borðtennis, göngufótbolti, jóga, leikir, badminton, göngukörfubolti, frisbígolf innanhúss, pílukast, gönguferðir, sundleikfimi og fræðsla. Æfingar hefjast mánudaginn 13. febrúar og er mánaðargjaldið 4.900 krónur.

Dagskrá verkefnisins: