Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Verkefnið Virk efri ár þar sem ætlað er fólki 60 ára og eldri hófst í febrúar. Fólki gefst kostur á að prófa og kynnast margs konar íþróttum og annarri afþreyingu.
Skilaboðin frá þeim sem sjá um verkefnið eru að fólk má endilega mæta og prófa, án skuldbindinga. Mætingin hefur eðlilega verið misjöfn eftir greinum og verkefnum og því gott að hafa þetta í huga - endilega koma og prófa. Það sakar ekki.
Það sem helst tengist Þór í þessu verkefni er pílukast þar sem fólk hefur mætt í aðstöðu píludeildarinnar í Íþróttahúsinu við Laugargötu. Myndirnar með fréttinni fengum við að láni á Facebook-síðu verkefnisins. Þar er jafnframt hægt að fylgjast með dagskrá verkefnisins - sjá einnig töfluna hér neðst í fréttinni.
Fulltrúi píludeildarinnar sýnir þátttakendum hvernig á að bera sig að. Athugið að hann var ekki að kasta pílunni í átt að fólkinu. Og þrátt fyrir merkinguna á bakinu er þetta ekki sjálfur Ronaldo. Myndirnar eru af Facebook-síðu verkefnisins Virk efri ár.
Davíð Örn Oddsson, formaður píludeildar Þórs, útskýrir pílukastið fyrir þátttakendum.
Andri Hjörvar Albertsson, einn af þjálfurum hjá knattspyrnudeild Þórs, hefur umsjón með göngufótboltanum í Boganum. Mætingini mætti vera betri þar.
Hér að neðan má sjá dagskrána í fyrstu lotu, sem hófst í febrúar og stendur fram í maí. Ef smellt er á myndina opnast upplýsingasíða á vef Akureyrarbæjar um verkefni.