Íþróttaeldhugi ársins - Opið fyrir tilnefningar

Ert þú búin/n að greiða félagsgjaldið?

Árgjald Íþróttafélagsins Þórs er 5000 krónur.

Hnefaleikar: Boðað til aðalfundar fimmtudaginn 25. apríl

Stjórn hnefaleikadeildar Þórs boðar til aðalfundar deildarinnar fimmtuudaginn 25. apríl kl. 15 í Hamri.

Elmar Freyr, Maddie og Sandra María öll í topp tíu hjá ÍBA

Íþróttabandalag Akureyrar hefur birt lista yfir það íþróttafólk sem varð í tíu efstu sætunum í kjöri íþróttakonu Akureyrar annars vegar og íþróttakarls Akureyrar hins vegar fyrir árið 2023.

Íþróttafólk Þórs 2023: Elmar Freyr, Maddie og Sandra María kjörin

Kjöri íþróttafólks Þórs var lýst rétt í þessu í hófinu Við áramót sem haldið var í Hamri. Sú óvenjulega staða kom upp að tvær konur urðu hnífjafnar í kjörinu á íþróttakonu Þórs.

Við áramót - verðlaunahátíð 6. janúar kl. 14

Aðalstjórn Íþróttafélagsins Þórs býður félagsfólki, velunnurum, starfsfólki og iðkendum að mæta í Hamar laugardaginn 6. janúar þar sem kjöri íþróttafólks Þórs 2022 verður lýst. Samkoman hefst kl. 14.

Gleðilegt ár!

Íþróttafélagið Þór óskar félagsfólki, stuðningsfólki, velunnurum, samstarfsfyrirtækjum og keppinautum gleðilegs árs, farsældar og hamingju á komandi ári. Bestu þakkir fyrir gott samstarf, stuðning og velvild á árinu sem er að líða.

Íþróttafólk Þórs – tilnefningar deilda

Kjöri á íþróttafólki Þórs 2023 verður lýst í verðlaunahófi félagsins laugardaginn 6. janúar 2024. Nú þegar er orðið ljóst hvaða íþróttafólk kemur til greina í valinu.

Íþróttafólk Þórs - alls konar fróðleiksmolar um fólkið

Þegar rýnt er í nafnalistana yfir það íþróttafólk sem deildir félagsins hafa tilnefnt fyrir kjörið á íþróttafólki Þórs kemur ýmislegt skemmtilegt í ljós, til dæmis um fjölskyldutengsl og fleira. 

Íþróttafólk Þórs - tilnefningar deilda 1990-2023

Heimasíðan heldur áfram með upphitun eða upprifjun í aðdraganda að kjöri íþróttafólks Þórs. Í dag eru starfandi átta deildir innan félagsins, misstórar og með mismikil umsvif eftir atvikum.