06.01.2024
Kjöri íþróttafólks Þórs var lýst rétt í þessu í hófinu Við áramót sem haldið var í Hamri. Sú óvenjulega staða kom upp að tvær konur urðu hnífjafnar í kjörinu á íþróttakonu Þórs.
03.01.2024
Aðalstjórn Íþróttafélagsins Þórs býður félagsfólki, velunnurum, starfsfólki og iðkendum að mæta í Hamar laugardaginn 6. janúar þar sem kjöri íþróttafólks Þórs 2022 verður lýst. Samkoman hefst kl. 14.
31.12.2023
Íþróttafélagið Þór óskar félagsfólki, stuðningsfólki, velunnurum, samstarfsfyrirtækjum og keppinautum gleðilegs árs, farsældar og hamingju á komandi ári. Bestu þakkir fyrir gott samstarf, stuðning og velvild á árinu sem er að líða.
22.12.2023
Kjöri á íþróttafólki Þórs 2023 verður lýst í verðlaunahófi félagsins laugardaginn 6. janúar 2024. Nú þegar er orðið ljóst hvaða íþróttafólk kemur til greina í valinu.
22.12.2023
Þegar rýnt er í nafnalistana yfir það íþróttafólk sem deildir félagsins hafa tilnefnt fyrir kjörið á íþróttafólki Þórs kemur ýmislegt skemmtilegt í ljós, til dæmis um fjölskyldutengsl og fleira.
22.12.2023
Heimasíðan heldur áfram með upphitun eða upprifjun í aðdraganda að kjöri íþróttafólks Þórs. Í dag eru starfandi átta deildir innan félagsins, misstórar og með mismikil umsvif eftir atvikum.
21.12.2023
Senn líður að því að kjöri íþróttafólks Þórs verði lýst. Heimasíðan hitar örlítið upp fyrir viðburðinn með því að líta í baksýnisspegilinn.
18.12.2023
Sævar Rúnarsson, formaður hnefaleikadeildar Þórs, hnýtir ekki bagga sína alltaf sömu hnútum og allur almenningur. Annað árið í röð er hann kominn af stað í síldarævintýri þar sem markmiðið er að fá fólk til að styrkja hnefaleikadeildina fjárhagslega.
18.12.2023
Árgjald Íþróttafélagsins Þórs - eða félagsgjaldið eins og það er einnig nefnt - var á eindaga 15. desember.