30.12.2022
Sævar Ingi Rúnarsson, formaður Hnefaleikadeildar Þórs, hefur tekið saman eins konar annál fyrir árið hjá hnefaleikafólkinu okkar.
27.12.2022
Útbúið hefur verið eyðublað hér á heimasíðunni fyrir félagsfólk sem vill koma með ábendingar um einstaklinga sem ættu skilið að fá heiðursmerki félagsins.
23.12.2022
Bibbi verður með ókeypis tíma fyrir tveggja til fimm ára krakka í Íþróttaskóla Þórs á annan í jólum.
22.12.2022
Athugið að afgreiðsla á jólakúlum, konfekti og öðru fylgir lokunartímum í Hamri. Í kvöld, 22. desember, er opið til kl. 20:30 og á morgun, Þorláksmessu, til kl. 15.
19.12.2022
Hin árlega samkoma Við áramót verður haldin í Hamri föstudagskvöldið 6. janúar 2023. Dagskráin verður hefðbundin og lýkur henni með því að íþróttakona og íþróttakarl Þórs verða krýnd.
12.12.2022
Skráning er hafin á næsta grunnnámskeið Hnefaleikadeildar sem hefst 2. janúar og stendur í fjórar vikur.
06.12.2022
Þann 4. desember var haldið mót í diplómahnefaleikum í sal Hnefaleikafélags Kópavogs, og áttum við Þórsarar þar fjóra keppendur.
05.12.2022
Í tilefni af degi sjálfboðaliðans sem haldið er upp á víða í dag, 5. desember, til að vekja athygli á mikilvægi sjálfboðastarfs í starfsemi íþróttafélaga og annarra samtaka fengum við Palla Jóh til að gramsa í gömlum hirslum og raka saman nokkrum myndum af sjálfboðaliðum hjá félaginu í gegnum árin.
05.12.2022
Í dag, 5. desember, er dagur helgaður sjálfboðaliðum um allan heim. Í tilefni af því hefur mennta-og barnamálaráðuneytið ýtt úr vör átaki þar sem athygli er vakin á framlagi sjálfboðaliða hjá íþrótta- og félagasamtökum. Átakið heitir Alveg sjálfsagt.