Grunnnámskeið Hnefaleikadeildar

Skráning er hafin á næsta grunnnámskeið Hnefaleikadeildar sem hefst 2. janúar og stendur í fjórar vikur.

Hnefaleikakrakkar gerðu það gott í Hafnarfirðinum

Þann 4. desember var haldið mót í diplómahnefaleikum í sal Hnefaleikafélags Kópavogs, og áttum við Þórsarar þar fjóra keppendur.

Dagur sjálfboðaliðans - myndasafn

Í tilefni af degi sjálfboðaliðans sem haldið er upp á víða í dag, 5. desember, til að vekja athygli á mikilvægi sjálfboðastarfs í starfsemi íþróttafélaga og annarra samtaka fengum við Palla Jóh til að gramsa í gömlum hirslum og raka saman nokkrum myndum af sjálfboðaliðum hjá félaginu í gegnum árin.

Takk, sjálfboðaliðar!

Í dag, 5. desember, er dagur helgaður sjálfboðaliðum um allan heim. Í tilefni af því hefur mennta-og barnamálaráðuneytið ýtt úr vör átaki þar sem athygli er vakin á framlagi sjálfboðaliða hjá íþrótta- og félagasamtökum. Átakið heitir Alveg sjálfsagt.

Íþróttafólk Þórs - tilnefningar

Á hverju ári fer fram kjör á íþróttafólki Þórs að fengnum tilnefningum frá deildunum. Deildir félagsins hafa frest til og með fimmtud. 8. desember til að senda inn tilnefningar.

Okkar menn á bikarmóti HNÍ - sigur og tap

Tveir fulltrúar Þórs kepptu á bikarmóti Hnefaleikasambands Íslands.

Minnum á eindaga félagsgjalda

Greiðsluseðlar fyrir félagsgjöldum í Íþróttafélaginu Þór hafa verið í heimabönkum félagsmanna um nokkurt skeið og eru nú komnir á eindaga. Leggjumst saman á árarnar og styðjum rekstur félagsins með því að greiða félagsgjöldin.

Hið ósýnilega afl - FYRIRLESTUR 24. NÓVEMBER

Dr. Viðar Halldórsson, dósent í félagsfræði, flytur fyrirlesturinn „Hið ósýnilega afl - Hvernig kúltúr mótar frammistöðu fjöldans“ í Háskólanum á Akureyri fimmtudaginn 17. nóvember. Fyrirlesturinn er ætlaður íþróttaiðkendum, 12 ára og eldri, foreldrum, þjálfurum, stjiórnendum og öðrum sem áhuga hafa.

Margt smátt gerir eitt stórt - félagsgjöldin eru mikilvæg!

Fróðleikur um Þórsmerkið