06.02.2024
Þór vann öruggan sigur á liði Snæfells í fyrstu umferð Subway-deildarinnar eftir skiptingu deildarinnar í A- og B-hluta. Þórsarar leiddu frá upphafi, voru með góða forystu eftir fyrri hálfleikinn og gengu endanlega frá sigrinum með frábærum þriðja leikhluta þegar þær skoruðu 16 stig í röð á sex mínútna kafla.
06.02.2024
Lið KA/Þórs fékk slæma útreið á Selfossi í átta liða úrslitum Powerade-bikarkeppninnar og draumurinn um að komast í undanúrslit keppninnar í Laugardalshöll breyttist í martröð.
06.02.2024
Liðin fjögur sem enduðu í 6.-9. sæti Subway-deildar kvenna í körfuknattleik eftir fyrsta hluta mótsins (18 umferðir, 16 leiki) mætast innbyrðis, heima og að heiman, á næstu vikum. Fyrsti leikur Þórs er í Stykkishólmi í kvöld.
06.02.2024
Átta liða úrslit Powerade-bikarkeppni kvenna í handbolta fara fram í kvöld og annað kvöld. KA/Þór á útileik gegn Selfyssingum.
05.02.2024
Lokaleikurinn í kvennadeild Kjarnafæðimótsins var spilaður í Boganum í kvöld og voru það Þór/KA-liðin tvö sem áttust við.
05.02.2024
Sjö ungir knattspyrnumenn úr Þór æfa með yngri landsliðum Íslands í febrúar.
05.02.2024
Lokaleikur kvennadeildar Kjarnafæðimótsins verður spilaður í Boganum í kvöld og er innbyrðis leikur Þór/KA-liðanna.
04.02.2024
Þórsarinn Egill Orri til reynslu í Danmörku.
04.02.2024
Pétur Rúðrik Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í pílukasti, sótti pílufólk á Akureyri heim um helgina og var með æfingar fyrir úrtakshóp landsliðsins í pílukasti áður en endanlegt val á þeim átta körlum og fjórum konum sem keppa munu fyrir Íslands hönd á Norðurlandamótinu í vor fer fram.