Fréttir & Greinar

Ósigur í Eyjum

KA/Þór uppskar ekki árangur erfiðisins og tímans sem liðsmenn og þjálfarar vörðu í ferð til Vestmannaeyja til að mæta ÍBV í Olísdeildinni í dag.

Slakur kafli í seinni hálfleik og fjögurra marka tap

Þórsarar hófu leikinn betur og náðu þriggja marka forystu, 4-1. Munurinn var svo áfram 1-3 mörk þar til Víkingar jöfnuðu í 10-10 þegar um 20 mínútur voru liðnar af leiknum. Undir lok hálfleiksins náðu Víkingar svo forystunni og staðan í leikhléi 14-15. Eins og í síðasta leik gegn Kórdrengjum var Kristján Páll Steinsson í góðum gír í markinu í fyrri hálfleiknum, varði þá átta skot. Leikurinn var áfram nokkuð jafn framan af seinni hálfleiknum, en gestirnir leiddu með 1-2 mörkum og síðan jafnt, 17-17. Þá kom kafli þar sem gestirnir gerðu sex mörk gegn einu frá okkar mönnum og staðan orðin 18-23 þegar rúmt korter var eftir. Þrátt fyrir ákafar tilraunir til að vinna upp þennan mun gekk það ekki. Okkar menn náðu ekki að brúa þetta bil, minnkuðu þó muninn í þrjú mörk, en komust ekki nær. Þegar upp var staðið var munurinn fjögur mörk, 26-30. Arnór Þorri Þorsteinsson var valinn Þórsari leiksins og fékk að launum gjafabréf frá Sprettinum, en hann skoraði sjö mörk. Kristján Páll Steinsson var öflugur í markinu í fyrri hálfleiknum. Fyrrum liðsmaður Þórs, Gunnar Valdimar Johnsen, skoraði mest fyrir gestina, níu mörk. Tölurnar Þór Mörk: Arnór Þorri Þorsteinsson 7, Aron Hólm Kristjánsson 5, Jón Ólafur Þorsteinsson 3, Viðar Ernir Reimarsson 3, Andri Snær Jóhannsson 2, Jonn Rói Tórfinnsson 2, Jóhann Geir Sævarsson 2, Aðalsteinn Ernir Bergþórsson 1, Arnþór Gylfi Finnsson 1. Varin skot: Kristján Páll Steinsson 11, Arnar Þór Fylkisson 1 Brottvísanir: 2 mínútur Víkingur Mörk: Gunnar Valdimar Johnsen 9, Kristján Orri Jóhannsson 5, Guðjón Ágústsson 3, Sigurður Páll Matthíasson 3, Igor Mrsulja 3, Halldór Ingi Jónasson 2, Styrmir Sigurðarson 2, Agnar Ingi Rúnarsson 1, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 1, Halldór Ingi Óskarsson 1. Varin skot: Sverrir Andrésson 6, Hlynur Freyr Ómarsson 4. Brottvísanir: 10 mínútur Staða liðanna sem hafa leyfi til að vinna sér sæti í efstu deild, þeirra liða í deildinni sem ekki eru ungmennalið, á ekki eftir að breytast í lokaumferðum deildarinnar. HK hefur þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn og sæti í Olísdeildinni á næsta tímabili. Víkingar eru í 2. Sæti með 23 stig, Fjölnir í 3. sæti með 16 stig, Þór í 9. sæti með 12 stig og Kórdrengir á botninum með tvö stig. Þessi fjögur lið fara í úrslitakeppni um hitt lausa sætið í efstu deildinni. Víkingar mæta Kórdrengjum og Fjölnir tekur á móti Þór. Úrslitakeppnin hefst eftir páska. Lokaleikir Þórs í deildinni eru: Föstudagur 24. mars: Selfoss U – Þór Föstudagur 31. mars: Þór – Valur U Tölfræði leiksins á Hbstatz.is.

Handbolti: Þór - Víkingur

Þórsarar leika næstsíðasta heimaleik sinn í Grill 66 deildinni í handbolta í dag kl. 18 þegar Víkingar koma í Höllina.

Ágúst Lárusson, minning.

Ágúst Lárusson handknattleiksþjálfari hjá íþróttafélaginu Þór verður lagður til hinstu hvílu í dag en hann lést á heimili sínu þann 2. mars sl.

Þriðja þrenna Söndru Maríu, sjö mörk frá Þór/KA, sigur og sæti í undanúrslitum

Þór/KA sigraði Selfoss með sjö mörkum gegn tveimur í lokaleik liðsins í riðli 1 í A-deild Lengjubikarsins í Boganum í dag. Sandra María Jessen skoraði þrjú mörk og hefur samtals skorað 11 mörk í mótinu.

Stórsigur í lokaleiknum og úrslitakeppnin handan við hornið

Þór vann stórsigur gegn b liði Breiðabliks er liðin mættust í lokaleik deildarinnar í leik sem fram fór í Smáranum. Yfirburðir Þórs voru með miklum ólíkindum en þegar upp var staðið var munurinn á liðunum 87 stig, lokatölur leiksins urðu 138:41.

Þórsarar með sigur gegn Kórdrengjum

Þórsarar sigruðu Kórdrengi með níu marka mun í Grill 66 deildinni í handbolta í dag. Stigin eru orðin 12, en liðið er áfram í 9. sæti deildarinnar.

Útileikir í körfunni, heima í fótbolta og handbolta

Bæði karla- og kvennaliðið okkar í körfuboltanum eiga útileik um helgina, strákarnir í kvöld og stelpurnar á morgun. Karlaliðið í handbolta á heimaleik á laugardag og kvennaliðið í fótbolatnum heimaleik á sunnudag.

Dregið í happdrætti mfl. karla í fótbolta

Dregið hefur verið í happdrætti meistaraflokks karla í fótbolta. Vinningaskráin er birt hér, en vinninga má vitja í Hamri frá og með 1. apríl til 1. maí.

Stærsta Goðamótshelgi vetrarins fram undan

Um komandi helgi heldur knattspyrnudeild Þórs Goðamót í 6. flokki drengja í fótbolta í Boganum.