Fréttir & Greinar

Breyttur tími á aðalfundi hnefaleikadeildar

Við vekjum athygli á breittum fundartíma á aðalfundi hnefaleikadeildar Þórs sem fram fer á morgun, fimmtudag. Fundurinn hefst kl.19. En ekki kl.20 eins og áður hafði verið auglýst.

Oddvitar Samfylkingar og Miðflokks á súpufundi Þórs

Að þessu sinni verða oddvitar Miðflokks og Samfylkingarinnar, Hlynur Jóhannesson og Hildur Jana Gíslasdóttir í panel og ræða bæjarmálin og framtíðina.

Aðalfundur Íþróttafélagsins Þórs

Aðalfundur Íþróttafélagsins Þórs verður haldinn í Hamri mánudaginn 11. apríl klukkan 17:30.

Síðustu forvöð að nálgast óskilamuni

Mikið magn er nú af óskilamunum á borðum í Hamri og hefur verið þar í nokkra daga, flokkað og uppraðað svo auðvelt er að finna þar flíkur. Það sem verður ósótt á miðvikudag, 6. apríl, verður gefið í fatasafnanir.

Nýir búningar væntanlegir

Meistaraflokkur karla og yngri flokkar Þórs munu í sumar leika í nýjum keppnisbúningi frá Nike. Er þetta fjórða sumarið sem Þór spilar í Nike en ,,gamli" búningurinn hafði verið við lýði þrjú undanfarin ár og reynst afar vel. Strákarnir í meistaraflokki vígðu nýja búninginn um helgina í úrslitaleik Kjarnafæðimótsins og er óhætt að segja að þeir, bæði búningarnir og strákarnir, séu glæsilegir og félaginu til sóma.

KA/Þór lagði HK

Íslandsmeistarar KA/Þórs lentu í miklum vandræðum með lið HK, sem er í næst neðsta sæti Olísdeildar kvenna í handbolta, í KA-heimilinu í gær. Stelpurnar okkar knúðu þó fram sigur, 26:23, eftir að gestirnir voru einu marki yfir í hálfleik, 14:13.

Björgvin Helgi með fullkominn leik

Þórsarinn Björgvin Helgi Valdimarsson keilari náði þeim stórmerkilega áfanga um helgina að spila fullkominn leik í fyrsta skipti; hann felldi hverja einustu keilu í öllum skotum og fékk 300 stig. Björgvin er sá eini sem náð hefur þessum árangri í deildarkeppninni hérlendis vetur en þess verður að geta að aðrir keilarar hafa afrekað þetta á öðrum mótum vetrarins, en hvorki í deildum þeirra bestu né öðrum.

Láki í viðtalið við Þórs-podcastið

„Það eru rosalega margir með neikvæða mynd af Þór sem birtist í því að fólki finnst Þór ekki geta spilað góðan fótbolta og að hér séu allir baráttuhundar og vitleysingar. Þetta er náttúrlega mjög skökk mynd af Þór,“ segir Þorlákur Árnason, í ítarlegu spjalli við þá Aron Elvar og Óðinn Svan hjá Þórs-podcastinu.

Ný heimasíða í loftið!

Í dag 1. apríl (nei þetta er ekki gabb) fór í loftið ný heimasíða íþróttafélagsins Þórs. Síðan er hýst af Stefnu og er því um gott norðlenskt samstarf að ræða eins og vera ber. Eldri heimasíða Þórs hefur þjónað félaginu dyggilega í gegnum tíðina og vill félagið koma sérstökum þökkum á framfæri til D10 fyrir farsælt og gott samstarf í gegnum tíðina.

Þór mætir KA í úrslitaleik Kjarnafæðimótsins á laugardagskvöldið 2.apríl

Þór mætir KA í úrslitaleik Kjarnafæðismótsins í knattspyrnu karla á morgun, laugardag kl.19.30 í Boganum.