Fréttir & Greinar

Körfubolti: Lukkudísirnar gengu í lið með ÍR-ingum

Þrátt fyrir góðan leik Þórsara í annarri viðureign þeirra og ÍR-inga í undanúrslitum eru þeir komnir í erfiða stöðu í einvíginu, 2-0 undir og verða að vinna næstu þrjá leiki til að vinna einvígið. Eftir fína frammistöðu nánast allan leikinn gengu lukkudísirnar í lið með gestunum á lokamínútunni. 

Knattspyrna: Öruggur sigur á FH – Sandra María með fjögur

Þór/KA-stelpurnar komu heim með öll þrjú stigin úr viðureign sinni við FH, sem fram fór á BIRTU-vellinum, heimavelli Hauka, í gær. Sandra María Jessen skoraði öll mörk liðsins í 4-0 sigri og er efst á lista markaskorara Bestu deildarinnar.

Körfubolti: Annar leikur Þórs og ÍR í kvöld

Þórsarar taka á móti ÍR-ingum í úrslitakeppni 1. deildar karla í körfubolta í kvöld kl. 19:15.

Knattspyrna: Þór/KA mætir FH á heimavelli Hauka í dag

Þór/KA mætir FH í Hafnarfirðinum í annarri umferð Bestu deildarinnar í dag. Leikurinn fer þó ekki fram á heimavelli FH heldur BIRTU-vellinum, heimavelli Hauka.

Handbolti: Sigur á Fjölni og forysta í einvíginu

Þór vann Fjölni á útivelli í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Grill 66 deildarinnar um sæti í efstu deild á næsta tímabili, Olísdeildinni. Heimaleikur á dagskrá á mánudag.

Rúnar og Smári æfa með U15

Tveir Þórsarar til æfinga með U15 landsliði Íslands í fótbotla.

Pílukast: Kynning og kennsla í pílukasti á laugardag

Píludeild Þórs býður upp á ókeypis kynningu og kennslu í pílukasti á morgun, laugardaginn 27. apríl, kl. 11:00-12:30. Frítt fyrir öll að koma og kynnast þessari skemmtilegu íþrótt.

Handbolti: Þriðji leikur Þórs og Fjölnis - rútuferð til Reykjavíkur

Þór og Fjölnir mætast í þriðja leik úrslitaeinvígis um sæti í Olísdeildinni í handbolta í kvöld. Leikurinn fer fram í Grafarvoginum og Þórsarar splæsa í rútuferð til Reykjavíkur. Leikurinn hefst kl. 19:30.

Knattspyrna: Þrjú mörk og sigur á Seltjarnarnesinu

Þórsarar unnu Seltirninga í Gróttu í 32ja liða úrslitum Mjólkurbikarkeppninnar í dag og verða því í pottinum þegar dregið verður fyrir 16 liða úrslitin á morgun.

Körfubolti: ÍR-ingar tóku forystu í einvíginu

Þórsarar sóttu ekki gull í greipar Breiðhyltinga í fyrsta leik liðsins gegn ÍR-ingum í undanúrslitum 1. deildar karla í körfubolta. ÍR vann með 17 stiga mun. Liðin mætast aftur á Akureyri á laugardagskvöld.