11.04.2024
Þórsarar endurheimtu heimavöllinn, ef svo má segja, með tveggja stiga sigri á Skallagrími í Borgarnesi á þriðjudagskvöldið í öðrum leik einvígisins í úrslitakeppni 1. deildar karla í körfubolta.
09.04.2024
Grindvíkingar tóku forystu í einvíginu gegn Þór í átta liða úrslitum Subway-deildar kvenna með sjö stiga sigri í Smáranum í gærkvöld. Næsti leikur verður í Íþróttahöllinni á Akureyri á laugrdag. Danielle Rodriguez og Sarah Mortensen skoruðu samtals 68 stig fyrir Grindvíkinga. Eva Wium Elíasdóttir skoraði flest stig Þórsara, 23.
09.04.2024
Þórsarar fara í Borgarnes í dag og mæta liði Skallagrims í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum 1.deildar karla í körfubolta í kvöld kl. 19:15.
09.04.2024
Undanúrslit í umspili Grill 66 deildar karla í handbolta um laust sæti í Olísdeildinni á næsta tímabili hefjast í kvöld með leik Þórs og Harðar, sem fram fer á Ísafirði.
08.04.2024
Fjölmennasta meistaramót Þórs í krikketleiknum í pílukasti í manna minnum fór fram í gær.
08.04.2024
Önnur umferð DartUng mótaraðarinnar, sem ÍPS stendur fyrir í samvinnu við PingPong.is, fór fram í aðstöðu píludeildar Þórs á laugardaginn. Alls mættu 36 keppendur til leiks og var spilað í tveimur aldursflokkum í bæði stráka- og stúlknaflokki.
08.04.2024
Fyrsti leikur í einvígi Þórs og Grindavíkur í átta liða úrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta verður í Smáranum í kvöld.
07.04.2024
Fimm Þórsarar æfðu undir stjórn yfirmanns hæfileikamótunar hjá KSÍ í síðustu viku.
07.04.2024
Þórsarar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Barcelona Cup fótboltamótið á Spáni í dag.
06.04.2024
Þórsarar töpuðu með tveggja stiga mun fyrir Skallagrími í fyrsta leik liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni 1. deildar karla í körfubolta í kvöld.