Takk fyrir frábært konukvöld!

Fyrir nokkrum árum fæddist sú hugmynd að endurvekja konukvöld, hafa það sama kvöld og herrakvöld Þórs, samnýta skemmtikrafta og fleira, hittast svo öll saman á balli seinna um kvöldið. Síðan kom heimsfaraldur og hugmyndin lá í dvala en í upphafi þessa árs þegar farið var að birta til á ný var ákveðið að fara á fulla ferð í að undirbúa konukvöld.

Úr leik í bikarnum

Þórsarar duttu í gærkvöld út úr bikarkeppninni í knattspyrnu, Mjólkurbikarkeppninni, þegar þeir töpuðu 2:0 fyrir liði Dalvíkur/Reynis á Dalvíkurvelli.

Bjarni Guðjón valinn í U19 ára landsliðið

Bjarni Guðjón Brynjólfsson er í U19 ára landsliðshópi Íslands sem leikur vináttuleiki gegn Írum í byrjun júní.

Tómhentar úr Heimaey

Þrátt fyrir að hafa náð þriggja marka forystu og skorað fjögur mörk máttu stelpurnar í Þór/KA sætta sig við að halda heim úr Vestmannaeyjum án stiga.

Vel heppnuðu Herrakvöldi lokið - takk fyrir aðstoðina!

Herrakvöldsnefndin þakkar frábæra mætingu á Herrakvöld Þórs

Woo jafnaði í blálokin

Þór og Grindavík skildu jöfn eftir að Jewook Woo jafnaði leikinn á 94 mínútu með frábæru marki er hann tók boltann framhjá varnarmanni Grindvíkinga á vítateigslínunni og þrumaði honum með vinstri fæti niðri í hægra hornið, óverjandi fyrir markvörð Grindavíkur.

Stærsta handboltamót seinni ára á Akureyri

Eitt stærsta handboltamót sem haldið hefur verið á Akureyri fer fram um helgina. Hvorki fleiri né færri en rúmmlega 700 iðkendur frá 30 félögum mæta til leiks. Það eru unglingaráð handknattleiksdeilda Þórs og KA sem halda mótið sameiginlega en um er að ræða mót í 6.flokki karla og kvenna eldra og yngra ár. Mótið fer fram í nánast öllum íþróttahúsum bæjarins sem geta hýst handboltavöll í sæmilegri stærð og hvetjum við áhugasama að kíkka við um helgina og sjá framtíðar leikmenn Íslands í handbolta leika listir sínar.

Breyttur leiktími í kvöld. Leikurinn hefst 19.15

Leikur Þórs og Grindavíkur í Lengjudeild karla hefst kl.19.15 en ekki 18.00. Er það vegna seinkunar á flugi Grindvíkinga.

10. flokkur karla og stúlknaflokkur deildarmeistarar tímabilið 2021-2022

Dagana 11.-16. maí fóru fram úrslitaleikir í öllum deildarkeppnum yngri flokka í Körfubolta þar sem Þórsarar áttu fjögur lið.

Skráning í leikjaskóla Þórs 2022 er hafin!

Eins og mörg undanfarin ár mun Íþróttafélagið Þór starfrækja Íþrótta- og tómstundaskóla fyrir börn á grunnskólaaldri og eru þau sem hefja skólagöngu í haust gjaldgeng. Markmið skólans er að bjóða upp á fjölþætta íþrótta- og tómstundaiðkun til að efla líkamlegan, andlegan og félagslegan þroska barnanna, auk þess að auka áhuga barna á útivist og íþróttum.