16.05.2022
Selfyssingar fóru heim í dag (laugardag) með öll þrjú stigin úr jafnri viðureign við Þór/KA í Bestu deildinni þar sem úrslitin réðust á vafasömum vítaspyrnudómi.
Þegar á heildina er litið má kannski rökstyðja að leikurinn hafi verið bragðdaufur fyrir áhorfendur. Kannski var hann meira eins og skák þar sem þjálfarar liðanna reyndu að stýra sínum mönnum, vera ofan á í taktíkinni og berjast um stöður á vellinum, en þegar upp var staðið var ekki mikið um færi sem hefðu átt eða gátu gefið mörk.
12.05.2022
KA/ÞÓR heldur í dag suður yfir heiðar og mætir Val í þriðja undanúrslitaleik liðanna um laust sæti í úrslitaseríunni um Íslandsmeistaratitilinn sjálfan. Staðan í einvíginu er 1-1.
12.05.2022
Skemmtilegt viðtal við Stevce á www.akureyri.net
12.05.2022
Stevce Alusovski, þjálfari handboltaliðs Þórs, fer ásamt þjálfarateymi úr yngri flokkum félagsins og tveimur leikmönnum meistarflokks, til Serbíu í júní þar sem hópurinn verður í viku í æfingabúðum – handboltaakakademíu, fyrir unga leikmenn og þjálfara.
11.05.2022
Saga Þórs er rík af allskonar sögum og myndum og nú ágæti Þórsari getur þú virt fyrir þér töluverðan hluta hennar í ganginum milli Hamars og Bogans. Nokkrir meðlimir úr hóp eldri Þórsara sem kallar sig ,,Grobbararnir" kláruðu nýverið að setja upp ágrip og myndir úr sögu Þórs á ganginn. Skemmtilegt framtak hjá frábærum mönnum!
10.05.2022
Stefnt er að því að hefja sumaræfingar á grasi þriðjudaginn 7.júní næstkomandi.
10.05.2022
Síðustu helgi hélt Körfuknattleiksdeild Þórs úrslitamótið í minnibolta 10 ára hjá bæði drengjum og stúlkum en alls voru 50 lið í flokki drengja og 15 lið stúlkna.
09.05.2022
Úr greinagerðinni: Samkvæmt skýrslunni má áætla að framkvæmdir við íþróttasvæði Þórs muni hefjast eftir um 8 – 10 ár, árin 2030 – 2032. Íþróttafélagið Þór hefur frá útgáfu skýrslunnar mótmælt þeirri forgangsröðun sem fram kemur í skýrslunni harðlega, m.a. vegna þess að einungis er unnt að æfa tvær af átta greinum félagsins á íþróttasvæði Þórs vegna aðstöðuleysis. Nánast öll uppbygging íbúðabyggðar á Akureyri er skipulögð norðan Glerár til ársins 2030, eða um 3.000 íbúa byggð. Íþróttafélagið Þór telur núverandi aðstöðu ekki boðlega, hvorki fyrir núverandi né væntanlega iðkendur félagsins, en gert er ráð fyrir að iðkendum muni fjölga til muna, í takt við fólksfjölgun á komandi árum.
09.05.2022
Mikið hefur verið um að vera hjá Píludeild Þórs það sem af er ári.
09.05.2022
Stelpurnar í handboltaliði KA/ÞÓRS eiga risa leik í kvöld þegar þær taka á móti Val kl.18.00 í KA-húsinu!