05.10.2023
Karlalið Þórs í körfubolta hefur leik í 1. deildinni á morgun, föstudaginn 6. október, með útileik gegn Snæfelli í Stykkishólmi. Fyrsti heimaleikurinn verður fimmtudaginn 12. okbóber þegar nýliðar KR í 1. deildinni koma norður og mæta okkar mönnum í Höllinni. Stórveldið í Vesturbænum lenti nefnilega í lægð og féll úr Subway-deildinni í vor.
04.10.2023
Boðað er til almenns félagsfundar í Íþróttafélaginu Þór miðvikudagskvöldið 11. október kl. 20 í Hamri.
03.10.2023
Fátt gekk upp í fjórða leikhlutanum hjá Þórsliðinu sem kemur tómhent heim úr Dalhúsum eftir átta stiga tap gegn Fjölni í kaflaskiptum leik í annarri umferð Subway-deildar kvenna í körfubolta.
26.09.2023
Það var hátíð í bæ, kátt í Höllinni og frábær stemning í stúkunni þegar Þór tók á móti Stjörnunni í fyrstu umferð Subway-deildar kvenna í kvöld. Níu stiga sigur varð niðurstaðan og fyrsti sigur Þórs í Subway-deildinni í höfn. Áreiðanlega ekki sá síðasti miðað við stemninguna í stúkunni og innan liðsins.
26.09.2023
Fyrsti leikur Þórs í Subway-deild kvenna verður í Íþróttahöllini á Akureyri í kvöld þegar stelpurnar okkar taka á móti liði Stjörnunnar, en þessi lið börðust í fimm leikja úrslitarimmu um sigur í 1. deildinni í vor.