14.06.2023
Körfuknattleiksdeild Þórs hefur samið við sjö leikmenn sem spila munu með Þór í 1. deild karla á komandi tímabili. Hér er bæði um endurnýjun samninga og nýja samninga að ræða.
06.06.2023
Fjórar ungar og efnilegar úr kvennaliði Þórs í körfubolta hafa skrifað undir samninga við körfuknattleiksdeild Þórs og verða með Þór í Subway-deildinni á komandi tímabili.
03.06.2023
Körfuknattleiksdeild Þórs hefur samið við Daníel Andra Halldórsson um að stýra kvennaliði félagsins í Subway-deildinni í körfubolta á komandi tímabili. Hlynur Freyr Einarsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari.
30.05.2023
Körfuknattleiksdeild Þórs hefur samið við Maddie Sutton um að leika með liðinu í Subway-deildinni á komandi tímabili og verður þetta annað tímabil hennar með liðinu. Maddie var algjör lykilleikmaður í Þórsliðinu sem endaði í 2. sæti 1. deildar í vor og vann sér sæti í efstu deild og því mikill fengur fyrir liðið að endurnýja samning við hana.
26.05.2023
Ágætu Þórsarar, ég þakka traustið, ég vona svo sannarlega að ég skili félaginu fram á við. Þó að það verði bara eitt lítið hænufet.
24.05.2023
Körfuknattleiksdeild Þórs hefur samvið við Huldu Ósk Bergsteinsdóttur um að leika með liði Þórs í Subway-deildinni á komandi tímabili. Hulda Ósk er 24ra ára miðherji, 180 sentímetrar að hæð og kemur til félagsins frá KR, en uppeldisfélag hennar er Njarðvík.
24.05.2023
Körfuknattleiksdeild Þórs hefur samið við tvo lykilleikmenn kvennaliðs Þórs, Heiðu Hlín Björnsdóttur fyrirliða og Evu Wium Elíasdóttur, bakvörð og leikstjórnanda, um að leika áfram með liðinu.
17.05.2023
Emma Karólína Snæbjarnardóttir, leikmaður Þórs í körfuknattleik, fer til Þýskalands og æfir með U15 liði landsins í fimm daga.