15.01.2024
Pétur Rúðrik Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í pílukasti, hefur valið 44 manna úrtakshóp, 28 karla og 16 konur, fyrir næsta landsliðsverkefni Íslands sem er Norðurlandamót WDF, en mótið fer fram á Íslandi 23.-25. maí.
15.01.2024
Okkar lið unnu leiki sína í Kjarnafæðimótinu í gær. Þór2 vann KFA og Þór/KA vann Völsung.
14.01.2024
Áfram verður leikið í Kjarnafæðimótinu í knattspyrnu í dag. Lið 2. flokks Þórs og meistaraflokkur Þórs/KA verða í eldlínunni í dag. Strákarnir spila kl. 13 og stelpurnar kl. 17, en í millitíðinni mætast FHL og Tindastóll í kvennadeildinni.
13.01.2024
Þrettán marka tap varð niðurstaðan í handboltaleik dagsins þegar KA/Þór mætti liði Hauka í Olísdeildinni í dag. Lokatölur urðu 19-32.
13.01.2024
KA/Þór mætir sterku liði Hauka í 12. umferð Olísdeildarinnar í handknattleik í dag.
13.01.2024
Þórsarar unnu lið Snæfells úr Stykkishólmi með 13 stiga mun í 12. umferð 1. deildar karla í körfuknattleik í gærkvöld, Gestirnir skoruðu 100 stig, en það var ekki nóg því Þórsarar skoruðu 113.
12.01.2024
Fyrsti heimaleikur karlaliðs Þórs í körfuknattleik á árinu 2024 verður í kvöld þegar strákarnir taka á móti liði Snæfells úr Stykkishólmi.
11.01.2024
Tvö Þórslið voru í sviðsljósinu í Kjarnafæðimótinu í knattspyrnu í gær og unnu bæði 5-0. Þór3 tryggði sér sigur í B-deildinni þrátt fyrir að eiga enn einn leik eftir.
10.01.2024
Öryggi barna á leið milli Bogans og strætisvagnastöðvar við Skarðshlíð hefur verið aukið með nýjum göngustíg.
10.01.2024
Okkar menn í pílukastinu voru í eldlínunni í morgun og stóðu sig mun betur en fyrstu tvo dagana. Viðar Valdimarsson vann sinn leik og komst í aðra umferð. Óskar Jónasson var hársbreidd frá því að vinna sænskan pílukastara sem keppti á HM í pílukasti í desember.