05.12.2022
Í tilefni af degi sjálfboðaliðans sem haldið er upp á víða í dag, 5. desember, til að vekja athygli á mikilvægi sjálfboðastarfs í starfsemi íþróttafélaga og annarra samtaka fengum við Palla Jóh til að gramsa í gömlum hirslum og raka saman nokkrum myndum af sjálfboðaliðum hjá félaginu í gegnum árin.
05.12.2022
Knattspyrnufólkið okkar er að búa sig undir að setja í keppnisgírinn aftur. Fram undan er hið árlega Kjarnafæðimót og eins og undanfarin ár verða nokkrir leikir bæði hjá körlum og konum á dagskrá fyrir jól. Lengjubikarinn hefst síðan snemma í febrúarmánuði.
05.12.2022
Í dag, 5. desember, er dagur helgaður sjálfboðaliðum um allan heim. Í tilefni af því hefur mennta-og barnamálaráðuneytið ýtt úr vör átaki þar sem athygli er vakin á framlagi sjálfboðaliða hjá íþrótta- og félagasamtökum. Átakið heitir Alveg sjálfsagt.
04.12.2022
Á hverju ári fer fram kjör á íþróttafólki Þórs að fengnum tilnefningum frá deildunum. Deildir félagsins hafa frest til og með fimmtud. 8. desember til að senda inn tilnefningar.
04.12.2022
HSÍ hefur boðað leikmenn til æfinga hjá yngri landsliðum Íslands í handbolta í desembermánuði.
03.12.2022
Ungur Þórsari, Sigurður Brynjar Þórisson, var í sviðsljósinu í beinni útsendingu á Stöð 2 sport í kvöld þegar hann spilaði til úrslita í úrvalsdeild yngri spilara.
03.12.2022
Úrvalsdeildin í pílukasti er í beinni á Stöð 2 sport í kvöld og hófst hún núna kl. 20 - um það bil sem þessi frétt fór í loftið. Þórsarar eiga fulltrúa í keppni kvöldsins, Sigurð Þórisson.
03.12.2022
Hrefna byrjaði leikinn með látum og skoraði m.a. fjórar þriggja stiga körfur í fyrsta leikhluta.
03.12.2022
KA/Þór náði ekki að sækja stig í Hafnarfjörðinn í dag, lutu í lægra haldi fyrir Haukum, 28-20.
02.12.2022
Karlaliðið sótti ÍA heim í kvöld en á morgun sækja stelpurnar Hamar-Þór heim í leik sem fram fer í Þorlákshöfn.