Körfubolti: Baráttan um 6. sætið í Subway í kvöld

Þór mætir Val á útivelli í B-hluta Subway-deildar kvenna í körfubolta í kvöld kl. 19:15. Þessi lið berjast um 6. sæti deildarinnar.

Pílukast: Úrslitakvöld Akureyri Open fram undan

Stemningin er að stigmagnast í Sjallanum enda stutt í að úrslitakvöldið sjálft hefjist. Þórsarar eiga tvo keppendur á stóra sviðinu.

Handbolti: Tveggja marka tap gegn ÍR

Þórsarar urðu að játa sig sigraða gegn ÍR-ingum í Grill 66 deild karla í handbolta í dag. Tveimur mörkum munaði þegar upp var staðið. Þór er nú þriðja efsta liðið af þeim fjórum sem mega fara upp um deild.

Fótbolti: Þriðji sigur Þórs kom í Kórnum

Þórsarar unnu sinn þriðja sigur í A-deild karla í Lengjubikarnum í dag þegar þeir mættu HK í Kórnum. Þór og KR berjast um efsta sæti riðilsins.

Handbolti: Tap í Hafnarfirðinum

Staða KA/Þórs á botni Olísdeildarinnar í handbolta batnaði ekki í dag þegar liðið sótti Hauka heim í Hafarfjörðinn. Haukar unnu með átta marka mun og KA/Þór enn þremur stigum frá næsta liði og þurfa að vinna að minnsta kosti tvo af síðustu þremur leikjunum til að forðast beint fall eða eiga að minnsta kosti möguleika á umspili við lið úr Grill 66 deildinni.

Pílukast: Akureyri Open heldur áfram í dag

Risamót píludeildar Þórs, Akureyri Open, hófst í gærkvöld og heldur áfram í dag. Mögulegt er að fylgjast með beinu streymi á YouTube, eða fara á staðinn. Uppselt er á úrslitahátíðina sem hefst kl. 19.

Handbolti: Toppslagur í Höllinni í dag

Þórsarar taka á móti ÍR-ingum í Grill 66 deild karla í handbolta í Höllinni í dag kl. 16. Mikilvæg stig í boði í baráttunni um Olísdeildarsæti.

Handbolt: KA/Þór mætir Haukum í Hafnarfirði

Barátta KA/Þórs fyrir lífi sínu í Olísdeildinni heldur áfram í dag þegar þær fara í Hafnarfjörðinn og mæta Haukum.

Knattspyrna: Þórsarar mæta HK í Kórnum í dag

Þriðji leikur Þórs í riðli 3 í A-deild Þórsarar leika sinn þriðja leik í riðli 3 í A-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu í dag kl. 15 þegar þeir mæta HK í Kórnum í Kópavogi.karla fer fram í Kórnum í Kópavogi í dag.

Körfubolti: Jason Gigliotti með 50 framlagsstig í sigri

Þór vann ÍA með tíu stiga mun, 90-80, í 1. deild karla í körfubolta í kvöld. Jason Gigliotty átti frábæran leik, skemmti áhorfendum með troðslum og kláraði leikinn með 50 framlagsstigum.