Kvennakvöld Þórs og KA 4. maí - miðasala hafin

Hið vinsæla og með hverju árinu vaxandi kvennakvöld sem haldið er sameiginlega af Þór og KA, blaki (KA), handbolta (KA/Þór), knattspyrnu (Þór/KA) og körfubolta (Þór) verður haldið í Sjallanum laugardagskvöldið 4. maí.

Körfubolti: Endalaus orka og öruggur sigur á Fjölni

Þær skorti ekki orkuna, stelpurnar í körfuboltaliðinu okkar, þegar þær spiluðu þriðja leikinn á sjö dögum á höfuðborgarsvæðinu, og lönduðu öruggum sigri á liði Fjölnis. 

Körfubolti: Bestu þakkir til allra sem lögðu hönd á plóg!

Körfuknattleiksdeild Þórs vill minna á valgreiðslu sem fólki hefur verið boðið upp á í heimabönkum. Einnig bárust okkur áskoranir í tengslum við úrslitaleikinn að bjóða fólki upp á að styrkja deildina og stelpurnar með því að millfæra beint á reikning. 

Körfubolti: Bronsmerki, blóm og klapp fyrir stelpunum

Körfubolti: Sjötti sigurinn í röð og Þór í fimmta sætið

Þórarar unnu Skallagrím í lokaumferð 1. deildar karla í kvöld, færðu sig upp um tvö sæti í deildinni og komu sér í betri stöðu fyrir úrslitakeppnina. Þetta var sjötti sigur liðsins í röð. Heimavallarrétturinn er Þórsara í átta liða úrslitum þar sem þeir mæta einmitt sama andstæðingi og í kvöld, Skallagrími úr Borgarnesi. 

Körfubolti: Barist um heimavallarréttinn

Þórsarar taka á móti liði Skallagríms úr Borgarnesi í lokaumferð 1. deildar karla í körfubolta í kvöld kl. 19:15. Óskar Þór ætlar að ræða við stuðningsmenn yfir kaffibolla klukkutíma fyrir leik í Höllinni, kl. 18:15.

Sárt að tapa, en silfur um hálsinn og stolt Þórsfjölskylda

Öll ævintýri taka enda um síðir. Bikarævintýri kvennaliðs Þórs lauk í kvöld þegar stelpurnar mættu besta liði landsins í úrslitaleik VÍS-bikarsins og máttu játa sig sigraðar þrátt fyrir að hafa lagt allt sitt í leikinn með stórkostlegum stuðningi úr stúkunni. 

Körfubolti: Fyrstu bikarmeistararnir á 60 ára afmæli Þórs

Á meðan Þórsstúlkur dagsins í dag og þjálfarar þeirra huga að leik dagsins, einbeita sér að hugarfari og leikkerfum og sjá fyrir sér bikarlyftingu í leikslok, heldur fréttaritari heimasíðunnar áfram að líta um öxl. Við erum áfram á 8. áratug liðinnar aldar þegar stelpurnar okkar voru bestar. 

Körfubolti: Aldrei tapað bikarúrslitaleik!

Bikarúrslit: Upp er runninn öskurdagur!

Þegar Þórsstelpurnar stíga á fjalirnar í Laugardalshöllinni í kvöld og mæta Keflvíkingum í úrslitaleik VÍS-bikarsins verða liðnir 17.879 dagar frá því að okkar konur hömpuðu bikarnum í Íþróttaskemmunni á Akureyri síðdegis laugardaginn 12. apríl 1975, eða 48 ár, 11 mánuðir og 12 dagar. Það er því ekki nema von að litið sé á þennan leik í kvöld sem stórviðburð í sögu félagsins.