15.04.2024
Það var mikið um að vera hjá boltaíþróttaliðunum okkar um helgina, handbolti, körfubolti og fótbolti á dagskránni og bæði sætir sigrar og súrt tap sem litu dagsins ljós. Sigur í handbolta, tap og sigur í körfubolta, sigrar í fótbolta. Þar sem ritstjóra hefur ekki gefist tími til að fjalla um alla þessa leiki jafnóðum verður hér rennt yfir helstu tölur og úrsilt helgarinnar.
13.04.2024
Það verður boðið upp á sannkallað körfuboltafár í Íþróttahöllinni á Akureyri í dag þegar bæði meistaraflokkslið Þórs verða í eldlínunni í úrslitakeppnum deildanna.
11.04.2024
Þórsarar endurheimtu heimavöllinn, ef svo má segja, með tveggja stiga sigri á Skallagrími í Borgarnesi á þriðjudagskvöldið í öðrum leik einvígisins í úrslitakeppni 1. deildar karla í körfubolta.
09.04.2024
Grindvíkingar tóku forystu í einvíginu gegn Þór í átta liða úrslitum Subway-deildar kvenna með sjö stiga sigri í Smáranum í gærkvöld. Næsti leikur verður í Íþróttahöllinni á Akureyri á laugrdag. Danielle Rodriguez og Sarah Mortensen skoruðu samtals 68 stig fyrir Grindvíkinga. Eva Wium Elíasdóttir skoraði flest stig Þórsara, 23.
09.04.2024
Þórsarar fara í Borgarnes í dag og mæta liði Skallagrims í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum 1.deildar karla í körfubolta í kvöld kl. 19:15.
08.04.2024
Fyrsti leikur í einvígi Þórs og Grindavíkur í átta liða úrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta verður í Smáranum í kvöld.
06.04.2024
Þórsarar töpuðu með tveggja stiga mun fyrir Skallagrími í fyrsta leik liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni 1. deildar karla í körfubolta í kvöld.
06.04.2024
Þór og Skallagrímur mætast í fyrsta leik úrslitakeppni 1. deildar karla í körfubolta í íþrótthöllinni á Akureyri í kvöld. Hnefaleiksýning verður í leikhléi.
03.04.2024
Þór og Valur mætast í lokaumferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld kl. 19:15.