06.06.2022
Íþróttafélagið Þór fagnar í dag 107 ára afmæli sínu.
09.05.2022
Úr greinagerðinni: Samkvæmt skýrslunni má áætla að framkvæmdir við íþróttasvæði Þórs muni hefjast eftir um 8 – 10 ár, árin 2030 – 2032. Íþróttafélagið Þór hefur frá útgáfu skýrslunnar mótmælt þeirri forgangsröðun sem fram kemur í skýrslunni harðlega, m.a. vegna þess að einungis er unnt að æfa tvær af átta greinum félagsins á íþróttasvæði Þórs vegna aðstöðuleysis. Nánast öll uppbygging íbúðabyggðar á Akureyri er skipulögð norðan Glerár til ársins 2030, eða um 3.000 íbúa byggð. Íþróttafélagið Þór telur núverandi aðstöðu ekki boðlega, hvorki fyrir núverandi né væntanlega iðkendur félagsins, en gert er ráð fyrir að iðkendum muni fjölga til muna, í takt við fólksfjölgun á komandi árum.
09.05.2022
Mikið hefur verið um að vera hjá Píludeild Þórs það sem af er ári.
06.04.2022
Linda Guðmundsdóttir hefur verið ráðin íþróttafulltrúi Þórs og tekur til starfa 1. maí næstkomandi. Jón Stefán Jónsson, núverandi íþróttafulltrúi, verður frá þeim degi verkefnastjóri og mun meðal annars sjá um nýja heimasíðu félagsins auk þess að sinna öðrum tilfallandi störfum fyrir aðalstjórn Þórs.
01.04.2022
Í dag 1. apríl (nei þetta er ekki gabb) fór í loftið ný heimasíða íþróttafélagsins Þórs. Síðan er hýst af Stefnu og er því um gott norðlenskt samstarf að ræða eins og vera ber. Eldri heimasíða Þórs hefur þjónað félaginu dyggilega í gegnum tíðina og vill félagið koma sérstökum þökkum á framfæri til D10 fyrir farsælt og gott samstarf í gegnum tíðina.
01.04.2022
Á næstu dögum verða haldnir aðalfundir deilda, sá fyrsti verður fimmtudaginn 7. ápríl þegar stjórn Þórs/KA ríður á vaðið.
09.03.2022
Næsti súpufundur Þór verður haldinn í Hamri félagsheimili Þórs föstudaginn 11. mars klukkan 12-13
Gestir fundarins verða þeir Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður ÍBA og Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála hjá Akureyrarbæ.