10.09.2023
Garðar Þórisson og Viðar Valdimarsson tóku í dag þátt í Íslandsmótinu í 301 í pílukasti sem fram fór í Grindavík. Báðir komust í átta manna úrslit, en töpuðu viðureignum sínum þar.
09.09.2023
Tveir keppendur frá píludeild Þórs taka þátt í Íslandsmótinu í 301 í pílukasti sem fram fer um helgina. Keppni í tvímenningi fer fram í dag og keppni í einmenningi á morgun.
04.09.2023
Píludeildin er að fara af stað með verkefni til að fjölga konum í pílukastinu og býður upp á kvennakvöld fyrsta og þriðja þriðjudag í hverjum mánuði til áramóta.
05.07.2023
Snæbjörn Ingi Þorbjörnsson og Tristan Ylur Guðjónsson frá píludeild Þórs eru staddir í Austurríki þar sem þeir taka þátt í Eurocup U18 í pílukasti.
27.06.2023
Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands samþykkti nýverið tvær nýjar íþróttagreinar, eins og það er orðað í frétt á vef ÍSÍ, og er pílukast önnur þessara íþróttagreina.
05.06.2023
Óskar Jónasosn og Edgars Kede Kedza frá píludeild Þórs unnu til silfurverðlauna á Íslandsmótinu í tvímenningi í krikket, einni grein pílukastsins. Óskar komst einnig í undanúrslit í keppni í einmenningi. Mótið fór fram í aðstöðu píludeildarinnar á laugardag og sunnudag.