18.04.2024
Þór/KA hefur samið við Bryndísi Eiríksdóttur (2005) og knattspyrnudeild Vals um að Bryndís leiki með Þór/KA í sumar á lánssamningi frá Val. Bryndís æfði með Þór/KA um liðna helgi og tók þátt í æfingaleik með liðinu gegn Völsungi. Í framhaldi varð úr að hún kæmi norður og spilaði með Þór/KA í sumar.
18.04.2024
Eftir þrjá hnífjafna leiki í einvígi Þórs og Skallagríms í úrslitakeppni 1. deildar karla í körfubolta fengu okkar menn á baukinn í Borgarnesi í gær. Einvígið er jafnt, 2-2, og verður oddaleikur í Íþróttahöllinni á Akureyri á laugardag.
17.04.2024
Þórsarar sendu vaska sveit pílukastara suður um liðna helgi til þátttöku í Iceland Open/Masters sem haldið var í Reykjavík. Valþór Atli Birgisson náði lengst okkar manna, komst í 16 manna úrslit og spilaði til að mynda einn 11 pílna leik, sem er frábær árangur.
17.04.2024
Þórsarar eru á leið í Borgarnes þar sem þeir mæta liði Skallagríms í fjórða leik liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni 1. deildar karla í körfubolta.
17.04.2024
Áhugaverðu og í raun ævintýralegu tímabili kvennaliðs Þórs í körfubolta lauk í gærkvöld þegar liðið mætti Grindavík í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildarinnar. Grindvíkingar höfðu sigur og unnu einvígið. Þórsliðið er því úr leik og hefur lokið keppni þetta árið.
16.04.2024
Þriðji leikur í einvígi Þórs og Grindavíkur í átta liða úrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta fer fram í Smáranum í Kópavogi í kvöld. Grindvíkingar eru með pálmann í höndunum eftir tvo sigra, en Þórsliðið verður að vinna til að halda lífi í einvíginu.
16.04.2024
Fimmtudaginn 18.apríl klukkan 19:00 í Hamri.
15.04.2024
Þórsarar sóttu gull í greipar Ísfirðinga í kvöld þegar liðin mættust í oddaleik undanúrslita Grill 66 deildar karla í handbolta. Tveggja marka sigur tryggir liðinu sæti í úrslitaeinvígi við Fjölni um það hvort liðið fylgir ÍR upp í Olísdeildina.
15.04.2024
Stjórn hnefaleikadeildar Þórs boðar til aðalfundar deildarinnar fimmtuudaginn 25. apríl kl. 15 í Hamri.
15.04.2024
Það var mikið um að vera hjá boltaíþróttaliðunum okkar um helgina, handbolti, körfubolti og fótbolti á dagskránni og bæði sætir sigrar og súrt tap sem litu dagsins ljós. Sigur í handbolta, tap og sigur í körfubolta, sigrar í fótbolta. Þar sem ritstjóra hefur ekki gefist tími til að fjalla um alla þessa leiki jafnóðum verður hér rennt yfir helstu tölur og úrsilt helgarinnar.