26.03.2024
Stjórn knattspyrnudeildar Þórs boðar til aðalfundar deildarinnar miðvikudaginn 3. apríl kl. 17 í Hamri.
25.03.2024
Þórarar unnu Skallagrím í lokaumferð 1. deildar karla í kvöld, færðu sig upp um tvö sæti í deildinni og komu sér í betri stöðu fyrir úrslitakeppnina. Þetta var sjötti sigur liðsins í röð. Heimavallarrétturinn er Þórsara í átta liða úrslitum þar sem þeir mæta einmitt sama andstæðingi og í kvöld, Skallagrími úr Borgarnesi.
25.03.2024
Þórsarar taka á móti liði Skallagríms úr Borgarnesi í lokaumferð 1. deildar karla í körfubolta í kvöld kl. 19:15. Óskar Þór ætlar að ræða við stuðningsmenn yfir kaffibolla klukkutíma fyrir leik í Höllinni, kl. 18:15.
24.03.2024
Síðasta hálmstráið hélt ekki í baráttu KA/Þórs við að halda sér í efstu deild Íslandsmótsins í handbolta, Olísdeildinni. Þriggja marka tap fyrir Fram á útivelli þýðir að liðið endar í neðsta sæti og fer í Grill 66 deildina á komandi tímabili.
23.03.2024
Öll ævintýri taka enda um síðir. Bikarævintýri kvennaliðs Þórs lauk í kvöld þegar stelpurnar mættu besta liði landsins í úrslitaleik VÍS-bikarsins og máttu játa sig sigraðar þrátt fyrir að hafa lagt allt sitt í leikinn með stórkostlegum stuðningi úr stúkunni.
23.03.2024
Á meðan Þórsstúlkur dagsins í dag og þjálfarar þeirra huga að leik dagsins, einbeita sér að hugarfari og leikkerfum og sjá fyrir sér bikarlyftingu í leikslok, heldur fréttaritari heimasíðunnar áfram að líta um öxl. Við erum áfram á 8. áratug liðinnar aldar þegar stelpurnar okkar voru bestar.
23.03.2024
Íslandsmeistarar Þórs náðu ekki að fylgja góðum árangri í Ljósleiðaradeildinni eftir í Stórmeistaramótinu sem staðið hefur yfir undanfarnar vikur og lýkur með úrslitaleik í kvöld.