25.04.2024
Þórsarar sóttu ekki gull í greipar Breiðhyltinga í fyrsta leik liðsins gegn ÍR-ingum í undanúrslitum 1. deildar karla í körfubolta. ÍR vann með 17 stiga mun. Liðin mætast aftur á Akureyri á laugardagskvöld.
25.04.2024
Þór mætir Gróttu á Vivaldi-vellinum á Seltjarnarnesi í 32ja liða úrslitum Mjólkurbikarkeppninnar í dag kl. 15. Stuðningsfólk kemur saman á Rauða ljóninu frá kl. 13:30.
24.04.2024
Handknattleiksdeild Þórs stendur fyrir rútuferð með stuðningsfólk á þriðja leikinn í einvígi Þórs og Fjölnis í Grill 66 deild karla. Leikurinn fer fram í Dalhúsum í Grafarvogi og hefst kl. 19:30. Brottför frá Hamri kl. 12:30.
24.04.2024
Þórsarar eru á suðurleið og mæta ÍR-ingum í fyrsta leik undanúrslita 1. deildar karla í körfubolta í Skógarselinu í kvöld kl. 19:30.
24.04.2024
Þórsarar unnu fimm marka sigur á Fjölni í öðrum leik liðanna í einvíginu um sæti í Olísdeildinni. Næsti leikur á föstudagskvöld syðra og rútuferð frá Hamri.
23.04.2024
Annar leikur í úrslitaeinvígi Þórs og Fjölnis um sæti í Olísdeild karla í handbolta á næsta tímabili fer fram í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld og hefst kl. 18:30. Nú ríður á að Þórsarar fjölmenni í Höllina og láti vel í sér heyra.
22.04.2024
Þór/KA sótti Íslandsmeistara Vals heim á N1 völlinn á Hlíðarenda í opnunarleik Bestu deildarinnar í gær.
22.04.2024
Aðalstjórn Þórs boðar til aðalfundar félagsins í Hamri þriðjudaginn 30. apríl kl. 20.
22.04.2024
Stjórn handknattleiksdeildar Þórs boðar til aðalfundar deildarinnar þriðjudaginn 30. apríl kl. 16 í Hamri.