Sandra María Jessen er íþróttakona Akureyrar 2023

Rétt í þessu var kjöri íþróttafólks Akureyrar fyrir árið 2023 lýst á verðlaunahátíð á vegum Íþróttabandalags Akureyrar og Akureyrarbæjar sem fram fór í Hofi. Sandra María Jessen, önnur tveggja íþróttakvenna Þórs var kjörin íþróttakona Akureyrar og Maddie Sutton, sem deilir titlinum íþróttakona Þórs með Söndru Maríu, varð í 4. sæti í kjörinu. Baldvin Þór Magnússon úr UFA var kjörinn íþróttakarl Akureyrar.

Körfubolti: Þór í neðri hlutanum í næsta hluta deildarinnar

Körfubolti: Þór sækir Keflavík heim í Subway-deildinni

Fyrsta hluta Subway-deildar kvenna í körfubolta lýkur í kvöld og annað kvöld þegar 18. umferð deildarinnar fer fram. Okkar konur mæta Keflvíkingum í Keflavík. 

Kjöri íþróttafólks Akureyrar lýst á morgun

Íþróttabandalag Akureyrar og Akureyrarbær bjóða íbúum Akureyrar til íþróttahátíðar í Hofi á morgun þar sem hápunkturinn verður þegar kjöri íþróttafólks Akureyrar 2023 verður lýst.

Körfubolti: Tap í skrykkjóttum og skrýtnum leik

Níu stiga tap varð niðurstaðan í viðureign Þórs og Fjölnis í 1. deild karla í körfuknattleik í kvöld.

Knattspyrna: Þór/KA vann Tindastól

Þór/KA sigraði Tindastól í kvennadeild Kjarnafæðismótsins í dag, 4-0, og fór upp að hlið Þór/KA2 á toppi deildarinnar. Bæði lið eru með níu stig og mætast í lokaleik deildarinnar.

Knattspyrna: Þór/KA mætir Tindastóli í dag

Bestudeildarliðin tvö, Þór/KA og Tindastóll, mætast í Kjarnafæðimótinu í dag. Leikurinn fer fram í Boganum og hefst kl. 15.

Pílukast: Ólöf Heiða og Viðar náðu lengst Þórsara á RIG

Níu keppendur frá píludeild Þórs tóku í gær þátt í pílumóti Reykjavíkurleikanna þar sem keppt var í einmenningi í 501. Ólöf Heiða Óskarsdóttir fór í undanúrslit í kvennaflokki og Viðar Valdimarsson í 16 manna úrslit í karlaflokki.

Handbolti: Arnór Þorri með 15 mörk í jafntefli

Þórsarar og ungmennalið Hauka skildu í kvöld jöfn eftir æsispennandi lokamínútur í leik liðanna í Grill 66 deild karla í handbolta. Arnór Þorri Þorsteinsson skoraði 15 mörk. Þór og ÍR berjast um efsta sæti A-liðanna, en ungmennalið Fram rígheldur í toppsætið.

Knattspyrna: Þór/KA2 með sigur á Völsungi

Þór/KA2 sigraði lið Völsungs í Kjarnafæðimótinu í dag og tyllti sér á topp kvennadeildar mótsins.