28.01.2024
Níu keppendur frá píludeild Þórs tóku í gær þátt í pílumóti Reykjavíkurleikanna þar sem keppt var í einmenningi í 501. Ólöf Heiða Óskarsdóttir fór í undanúrslit í kvennaflokki og Viðar Valdimarsson í 16 manna úrslit í karlaflokki.
24.01.2024
Nú er komið aftur að því að píludeild Þórs haldi fyrirtækjamót, en það var síðast haldið fyrir tveimur árum og lofar píludeildin góðri skemmtun. Spilað verður á fimmtudögum, skráningarfrestur til 12. febrúar.
20.01.2024
Hrefna Sævarsdóttir tryggði sér í dag Íslandsmeistaratitil öldunga (50+).
17.01.2024
Píludeildin býður krökkum og unglingum á aldrinium 10-16 ára að æfa frítt út janúar. Kjörið tækifæri fyrir áhugasöm að koma og prófa.
15.01.2024
Pétur Rúðrik Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í pílukasti, hefur valið 44 manna úrtakshóp, 28 karla og 16 konur, fyrir næsta landsliðsverkefni Íslands sem er Norðurlandamót WDF, en mótið fer fram á Íslandi 23.-25. maí.
10.01.2024
Okkar menn í pílukastinu voru í eldlínunni í morgun og stóðu sig mun betur en fyrstu tvo dagana. Viðar Valdimarsson vann sinn leik og komst í aðra umferð. Óskar Jónasson var hársbreidd frá því að vinna sænskan pílukastara sem keppti á HM í pílukasti í desember.
10.01.2024
Pílukastararnir Óskar Jónasson og Viðar Valdimarsson frá píludeild Þórs héldu utan um helgina til að taka þátt í fjölmennu PDC móti sem fram fer í Kalkar í Þýskalandi, PDC EU Q-School. Alls eru 850 keppendur skráðir til leiks.
05.01.2024
Á örfáum klukkustundum bárust um 150 skráningar í Akureyi Open pílumótið sem píludeild Þórs heldur í febrúar. Deildin auglýsti mótið í byrjun desember og þar með að byrjað yrði að taka við skráningum kl. 18 í dag.
03.01.2024
Aðalstjórn Íþróttafélagsins Þórs býður félagsfólki, velunnurum, starfsfólki og iðkendum að mæta í Hamar laugardaginn 6. janúar þar sem kjöri íþróttafólks Þórs 2022 verður lýst. Samkoman hefst kl. 14.