Gleðilegt ár!

Íþróttafélagið Þór óskar félagsfólki, stuðningsfólki, velunnurum, samstarfsfyrirtækjum og keppinautum gleðilegs árs, farsældar og hamingju á komandi ári. Bestu þakkir fyrir gott samstarf, stuðning og velvild á árinu sem er að líða.

Íþróttafólk Þórs – tilnefningar deilda

Kjöri á íþróttafólki Þórs 2023 verður lýst í verðlaunahófi félagsins laugardaginn 6. janúar 2024. Nú þegar er orðið ljóst hvaða íþróttafólk kemur til greina í valinu.

Skötuveisla, fótboltamót, pílumót og áramótabingó

Íþróttafólk Þórs - alls konar fróðleiksmolar um fólkið

Þegar rýnt er í nafnalistana yfir það íþróttafólk sem deildir félagsins hafa tilnefnt fyrir kjörið á íþróttafólki Þórs kemur ýmislegt skemmtilegt í ljós, til dæmis um fjölskyldutengsl og fleira. 

Íþróttafólk Þórs - tilnefningar deilda 1990-2023

Heimasíðan heldur áfram með upphitun eða upprifjun í aðdraganda að kjöri íþróttafólks Þórs. Í dag eru starfandi átta deildir innan félagsins, misstórar og með mismikil umsvif eftir atvikum.

Íþróttafólk Þórs og fjöldi tilnefninga 1990-2023

Senn líður að því að kjöri íþróttafólks Þórs verði lýst. Heimasíðan hitar örlítið upp fyrir viðburðinn með því að líta í baksýnisspegilinn.

Minnum á greiðslu árgjaldsins

Árgjald Íþróttafélagsins Þórs - eða félagsgjaldið eins og það er einnig nefnt - var á eindaga 15. desember. 

Pílukast: Stórhuga pílufólk yfirtekur Sjallann!

Píludeild Þórs hefur verið í mikilli sókn undanfarin misseri og toppar sig með því að skipuleggja stærsta pílumót sem haldið hefur verið á Akureyri. Í boði eru 128 sæti á Akureyri Open sem haldið verður 23.-24 febrúar 2024. Til að koma mótinu fyrir dugar ekki minna en að fylla aðstöðu píludeildarinnar við Laugargötu og yfirtaka Sjallann!

Úrslit í ITS Macros deildakeppni píludeildar

Keppt var í einni kvennadeild og fimm karladeildum. Eftir keppni í riðlum fóru fjórir keppendur í hverri deild í úrslitakeppni. Mótið hófst 19. september og lauk því núna í vikunni.

Félagsgjaldið innheimt á næstunni