20.11.2023
Eins og fram kom í frétt fyrr í dag tóku tólf Þórsarar þátt í Íslandsmóti félagsliða sem fram fór í Reykjavík um helgina. Farið var yfir árangur í einmenningi og tvímenningi í fyrri frétt og nú er komið að liðakeppninni.
20.11.2023
Tólf keppendur frá píludeild Þórs stóðu í stórræðum í höfuðborginni um helgina á Íslandsmóti félagsliða. Keppni hófst í tvímenningi á laugardagsmorguninn og síðan í einmenningi í framhaldinu. Liðakeppnin fór fram í gær.
14.11.2023
Íþróttaeldhugi ársins verður valinn í annað sinn nú í lok árs og tilkynnt um útnefninguna í hófi Samtaka íþróttafréttamanna þegar íþróttamaður ársins 2023 verður krýndur.
31.10.2023
Það var fjölmennt og mikið fjör hjá píludeild Þórs síðastliðið fimmtudagskvöld. Fullt hús af konum sem tóku þátt í skemmtimóti deildarinnar í tilefni af bleikum október.
31.10.2023
Úrvalsdeildin í pílukasti verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport í kvöld frá kl. 19:30. Þórsarar eiga einn fulltrúa í riðlinum sem spilaður verður í kvöld, Edgars Kede Kedza
24.10.2023
Píludeild Þórs stendur fyrir skemmtimóti fyrir konur í tilefni af bleikum október. Allur ágóði rennur til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis.
16.10.2023
Aðalstjórn Þórs boðaði til almenns félagsfundar í Hamri síðastliðinn miðvikudag þar sem Nói Björnsson formaður, Ragnar Níels Steinsson varaformaður og Reimar Helgason framkvæmdastjóri fóru yfir og kynntu þá vinnu og þær viðræður sem farið hafa fram um framtíðaruppbyggingu á Þórssvæðinu.
15.10.2023
Metþátttaka er frá píludeild Þórs í Íslandsmótinu í tvímenningi í 501 sem fram fer í Reykjavík í dag og hófst kl. 11.