19.09.2024
Í ár eru liðin 80 ár frá því að íþróttahúsið við Laugargötu var tekið í notkun og þar með varð langþráður draumur íþróttamanna á Akureyri loks að veruleika.
15.09.2024
Stelpurnar okkar í 2. flokki U20 í fótboltanum tryggðu sér í dag Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð. Liðið er að hluta samstarf Þórs/KA við Völsung, Tindastól, Hvöt og Kormák og nefnist Þór/KA/Völ/THK á pappírunum.
13.09.2024
Þór/KA tekur á móti Íslandsmeisturum Vals á Greifavellinum í dag kl. 17:15. Leikurinn er í 2. umferð efri hluta Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Bílaleiga Akureyrar býður öllum á leikinn.
13.09.2024
Stórleikur hjá 3.flokki Þórs í fótbolta í kvöld.
11.09.2024
Þór/KA og Valur mætast í 2. umferð efri hluta Bestu deildar kvenna í knattspyrnu föstudaginn 13. september kl. 17:15 á Greifavellinum. Frítt er á leikinn í boði Bílaleigu Akureyrar.
11.09.2024
Tvær af erlendu knattspyrnukonunum sem hafa leikið með Þór/KA á þessu ári, Lara Ivanuša og Lidija Kuliš, eru á förum frá félaginu. Þær hafa samið við félag í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Abu Dhabi Country Club. Báðar komu þær til Þórs/KA frá félagi í Króatíu í febrúar og spiluðu sína fyrstu leiki fyrir félagið í A-deild Lengjubikarsins í byrjun mars.