06.01.2023
Kjöri á íþróttafólki Þórs 2022 var lýst á samkomunni Við áramót sem fram fór í Hamri síðdegis. Knattspyrnufólkið Bjarni Guðjón Brynjólfsson og Sandra María Jessen eru íþróttafólk Þórs 2022.
06.01.2023
Kjöri á íþróttafólki Þórs 2022 verður lýst í hófi í Hamri í dag kl. 17. Valið fer þannig fram að deildum félagsins gefst kostur á að tilnefna karl og konu úr sínum röðum og aðalstjórn Þórs kýs síðan á milli þeirra einstaklinga sem tilnefndir eru.
06.01.2023
Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni hefur val á íþróttafólki Þórs í svipaðri mynd og það er nú farið fram árlega frá árinu 1990, en þá gaf Ragnar Sverrisson, kaupmaður í JMJ, verðlaunagrip í því skyni að endurvekja þessa hefð eftir að hún hafði legið niðri í um áratug.
06.01.2023
Val á íþróttamanni Þórs með þeim hætti sem við þekkjum núna hófst árið 1990 að frumkvæði Ragnars Sverrissonar kaupmanns í JMJ. Áður hafði staðið nokkur styr um valið sem varð til þess að Ragnar tók af skarið og gaf verðlaunagrip.
05.01.2023
Aðalstjórn Þórs býður leikmönnum, starfsfólki, félagsfólki og velunnurum að mæta í Hamar á morgun, föstudaginn 6. janúar, þar sem kjöri íþróttafólks Þórs 2022 verður lýst.
05.01.2023
Barnaheill og KSÍ, í samstarfi við Þór, bjóða fólki sem kemur að íþróttastarfi barna á námskeiðið Verndarar barna.
05.01.2023
Línumaður handboltaliðs Þórs, Kostadin Petrov, er í lokahópi Norður-Makedoníu fyrir HM í handbolta. Hann var á dögunum heiðraður af heimaborg sinni, Veles.
03.01.2023
Þór van Fylki í fyrstu umferð Ljósleiðaradeildarinnar eftir jólafrí í kvöld.
03.01.2023
Lúðvík Gunnarsson, landsliðsþjálfari U15 karla í fótbolta, hefur valið hóp sem tekur þátt í úrtaksæfingum dagana 11.-13. janúar næstkomandi.