Almenningstímar hjá Píludeildinni í janúar

Aðstaða Píludeildar Þórs í íþróttahúsinu við Laugargötu er opin í janúar fyrir öll sem áhuga hafa á að koma og prófa og kynnast pílukasti.

Getraunadeild 1x2 fer af stað 7. janúar

Getraunadeildin - eða það sem flestir tipparar kannast við í gegnum tíðina sem hópleik getrauna - hefst laugardaginn 7. janúar.

Við áramót - verðlaunahátíð í Hamri 6. janúar kl. 17

Íþróttafélagið Þór býður til verðlaunahátíðar í Hamri föstudaginn 6. janúar, á þrettándanum. Samkoman hefst kl. 17.

Áramótakveðja

Íþróttafélagið Þór óskar Þórsurum öllum, nær og fjær, félagsfólki, stuðningsfólki og samstarfsfyrirtækjum farsældar á nýju ári.

Rafrænt rit komið út: Kvennaboltinn 2022 - Við erum Þór/KA

Rafrænt rit með yfirliti um ýmislegt sem dreif á daga hjá Þór/KA á árinu 2022 er komið út.

Lið og leikmenn frá Þór/KA og KA/Þór tilnefnd hjá K.A.

Ísfold Marý Sigtryggsdóttir, knattspyrnukona hjá Þór/KA, og Agnes Vala Tryggvadóttir, handboltakona hjá KA/Þór, er á meðal þeirra ungu einstaklinga sem tilnefndir eru til Böggubikarsins hjá K.A.

Fjölmennt á Bombumóti Píludeildar

Bombumót Píludeildarinnar var haldið í gær, spilaður tvímenningur og tóku 38 lið þátt.

Hnefaleikadeild Þórs 2022

Sævar Ingi Rúnarsson, formaður Hnefaleikadeildar Þórs, hefur tekið saman eins konar annál fyrir árið hjá hnefaleikafólkinu okkar.

Tryggvi Snær og Sandra Sigurðardóttir á meðal efstu

Tryggvi Snær Hlinason, fyrrum leikmaður Þórs í körfuknattleik, og Sandra Sigurðardóttir, fyrrum leikmaður með Þór/KA/KS í knattspyrnu voru á meðal efstu í kjöri á íþróttamanni ársins 2022.

Haraldur Ingólfsson íþróttaeldhugi ársins!

Haraldur Ingólfsson, sem unnið hefur gríðarlegt sjálfboðastarf undanfarin ár fyrir íþróttafélagið Þór og kvennalið Þórs/KA í knattspyrnu, var í kvöld útnefndur íþróttaeldhugi ársins af Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ), þegar verðlaunin voru afhent í fyrsta skipti.