Þrjár frá KA/Þór í A-landsliði kvenna

KA/Þór á þrjá fulltrúa í landsliðshópi Arnar Péturssonar, landsliðsþjálfara fyrir lokaleikina í EM í handbolta kvenna. Það eru þær Rut Jónsdóttir, Unnur Ómarsdóttir og Rakel Sara Elvarsdóttir. Allar eru þær að sjálfsögðu lykilmenn í liði KA/Þórs.

KA/Þór lagði HK

Íslandsmeistarar KA/Þórs lentu í miklum vandræðum með lið HK, sem er í næst neðsta sæti Olísdeildar kvenna í handbolta, í KA-heimilinu í gær. Stelpurnar okkar knúðu þó fram sigur, 26:23, eftir að gestirnir voru einu marki yfir í hálfleik, 14:13.

Ný heimasíða í loftið!

Í dag 1. apríl (nei þetta er ekki gabb) fór í loftið ný heimasíða íþróttafélagsins Þórs. Síðan er hýst af Stefnu og er því um gott norðlenskt samstarf að ræða eins og vera ber. Eldri heimasíða Þórs hefur þjónað félaginu dyggilega í gegnum tíðina og vill félagið koma sérstökum þökkum á framfæri til D10 fyrir farsælt og gott samstarf í gegnum tíðina.

Aðalfundir deilda

Á næstu dögum verða haldnir aðalfundir deilda, sá fyrsti verður fimmtudaginn 7. ápríl þegar stjórn Þórs/KA ríður á vaðið.

KA/Þór leikur í undanúrslitum á morgun!

Leggjumst á eitt!! Leggjum niður störf, brunum suður og öskrum stelpurnar áfram í úrslitaleikinn, tökum svo langa helgi og komum þessum frábæru handboltakonum og stelpum alla leið. Meistaraflokkur og 4.flokkur kvenna í okkar sameiginlega liði Ka/Þór, eiga skilið stuðning allra Akureyringa. Áfram stelpur! Áfram Ka/Þór!

Súpufundur á föstudag!

Næsti súpufundur Þór verður haldinn í Hamri félagsheimili Þórs föstudaginn 11. mars klukkan 12-13 Gestir fundarins verða þeir Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður ÍBA og Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála hjá Akureyrarbæ.