05.01.2023
Línumaður handboltaliðs Þórs, Kostadin Petrov, er í lokahópi Norður-Makedoníu fyrir HM í handbolta. Hann var á dögunum heiðraður af heimaborg sinni, Veles.
02.01.2023
Íþróttafélagið Þór býður til verðlaunahátíðar í Hamri föstudaginn 6. janúar, á þrettándanum. Samkoman hefst kl. 17.
31.12.2022
Íþróttafélagið Þór óskar Þórsurum öllum, nær og fjær, félagsfólki, stuðningsfólki og samstarfsfyrirtækjum farsældar á nýju ári.
30.12.2022
Ísfold Marý Sigtryggsdóttir, knattspyrnukona hjá Þór/KA, og Agnes Vala Tryggvadóttir, handboltakona hjá KA/Þór, er á meðal þeirra ungu einstaklinga sem tilnefndir eru til Böggubikarsins hjá K.A.
27.12.2022
Útbúið hefur verið eyðublað hér á heimasíðunni fyrir félagsfólk sem vill koma með ábendingar um einstaklinga sem ættu skilið að fá heiðursmerki félagsins.
23.12.2022
Bibbi verður með ókeypis tíma fyrir tveggja til fimm ára krakka í Íþróttaskóla Þórs á annan í jólum.
22.12.2022
Athugið að afgreiðsla á jólakúlum, konfekti og öðru fylgir lokunartímum í Hamri. Í kvöld, 22. desember, er opið til kl. 20:30 og á morgun, Þorláksmessu, til kl. 15.
21.12.2022
Lokað verður að mestu í Boganum og Hamri frá hádegi á Þorláksmessu þar til að morgni mánudagsins 2. janúar, með fáeinum undantekningum eins og sjá má á listanum hér að neðan. Yngri flokkar í fótboltanum eru í jólafríi, en æfingar hjá þeim hefjast aftur miðvikudaginn 4. janúar.
19.12.2022
Hin árlega samkoma Við áramót verður haldin í Hamri föstudagskvöldið 6. janúar 2023. Dagskráin verður hefðbundin og lýkur henni með því að íþróttakona og íþróttakarl Þórs verða krýnd.