Þór auglýsir eftir handboltaþjálfurum

Handknattleiksdeild Þórs auglýsir eftir þjálfurum fyrir yngri flokka næsta vetur.

Íþróttafélagið Þór 107 ára í dag!

Íþróttafélagið Þór fagnar í dag 107 ára afmæli sínu.

Efnilegur færeyingur til liðs við Þór í handboltanum

Handknattleiksdeild Þórs hefur samið við Jonn Róa Tórfinnsson.

Viðar Reimarsson í U18

Hinn ungi og bráðefnilegi leikmaður handknattleiksliðs okkar Þórsara, Viðar Reimarsson hefur verið valinn í lokahóp U18 ára landsliðs Íslands.

Stærsta handboltamót seinni ára á Akureyri

Eitt stærsta handboltamót sem haldið hefur verið á Akureyri fer fram um helgina. Hvorki fleiri né færri en rúmmlega 700 iðkendur frá 30 félögum mæta til leiks. Það eru unglingaráð handknattleiksdeilda Þórs og KA sem halda mótið sameiginlega en um er að ræða mót í 6.flokki karla og kvenna eldra og yngra ár. Mótið fer fram í nánast öllum íþróttahúsum bæjarins sem geta hýst handboltavöll í sæmilegri stærð og hvetjum við áhugasama að kíkka við um helgina og sjá framtíðar leikmenn Íslands í handbolta leika listir sínar.

KA/ÞÓR mætir Val í þriðja leiknum í kvöld

KA/ÞÓR heldur í dag suður yfir heiðar og mætir Val í þriðja undanúrslitaleik liðanna um laust sæti í úrslitaseríunni um Íslandsmeistaratitilinn sjálfan. Staðan í einvíginu er 1-1.

Stevce í skemmtilegu viðtali

Skemmtilegt viðtal við Stevce á www.akureyri.net

Stevce, Viðar og Kristján Páll fara til Serbíu í sumar

Stevce Alusovski, þjálfari handboltaliðs Þórs, fer ásamt þjálfarateymi úr yngri flokkum félagsins og tveimur leikmönnum meistarflokks, til Serbíu í júní þar sem hópurinn verður í viku í æfingabúðum – handboltaakakademíu, fyrir unga leikmenn og þjálfara.

Greinagerð aðalstjórnar Þórs vegna uppbyggingar á félagssvæðinu

Úr greinagerðinni: Samkvæmt skýrslunni má áætla að framkvæmdir við íþróttasvæði Þórs muni hefjast eftir um 8 – 10 ár, árin 2030 – 2032. Íþróttafélagið Þór hefur frá útgáfu skýrslunnar mótmælt þeirri forgangsröðun sem fram kemur í skýrslunni harðlega, m.a. vegna þess að einungis er unnt að æfa tvær af átta greinum félagsins á íþróttasvæði Þórs vegna aðstöðuleysis. Nánast öll uppbygging íbúðabyggðar á Akureyri er skipulögð norðan Glerár til ársins 2030, eða um 3.000 íbúa byggð. Íþróttafélagið Þór telur núverandi aðstöðu ekki boðlega, hvorki fyrir núverandi né væntanlega iðkendur félagsins, en gert er ráð fyrir að iðkendum muni fjölga til muna, í takt við fólksfjölgun á komandi árum.

Linda Guðmundsdóttir ráðin í starf íþróttafulltrúa Þórs

Linda Guðmundsdóttir hefur verið ráðin íþróttafulltrúi Þórs og tekur til starfa 1. maí næstkomandi. Jón Stefán Jónsson, núverandi íþróttafulltrúi, verður frá þeim degi verkefnastjóri og mun meðal annars sjá um nýja heimasíðu félagsins auk þess að sinna öðrum tilfallandi störfum fyrir aðalstjórn Þórs.