Bikarleik í Eyjum frestað öðru sinni / og þriðja...

UPPFÆRT: Bikarleiknum hefur verið frestað til 14. desember. Stelpurnar í KA/Þór áttu að fara til Eyja í dag og mæta ÍBV í bikarkeppni HSÍ en leiknum hefur verið frestað til morguns. Liðin mætast aftur á laugardag í deildinni, á Akureyri.

Stevce Alusovski sagt upp störfum

Handknattleiksdeild Þórs hefur sagt þjálfara meistaraflokks karla, Stevce Alusovski, upp störfum. Halldór Örn Tryggvason kemur úr fæðingarorlofi og mun stýra liðinu.

Tap og forföll lykilmanna hjá KA/Þór

KA/Þór tapaði með tveggja marka mun fyrir toppliði Vals í Olísdeildinni í handbolta í gær. Liðið er áfram í 5. sæti deildarinnar, sem er orðin nokkuð tvískipt.

Fjögurra marka tap gegn Víkingum

Þórsarar mættu Víkingi á útivelli í Grill 66 deildinni í gærkvöld. Slakur seinni hálfleikur réði úrslitum.

Náttfatasala KA/Þórs

Handboltastelpurnar í KA/Þór bjóða stuðningsfólki upp á að panta náttföt, hægt að panta hvort heldur er Þórsnáttföt eða Ka-náttföt.

Kvennaliðin á útivöllum í dag: Tindastóll-Þór í körfu - ÍBV-KA/Þór í handbolta FRESTAÐ

Þór mætir Tindastóli á Sauðárkróki í 1. deild kvenna í körfubolta í kvöld kl. 20:10. KA/Þór mætir ÍBV í Eyjum í bikarkeppni kvenna í handbolta kl. 17:30.

Hvítt og svart hjá KA/Þór

KA/Þór fengu Íslandsmeistara Fram í heimsókn norður í dag og má segja að fyrri og seinni hálfleikur hafi verið eins og svart og hvítt. Sextán marka sveifla á milli fyrri og seinni hálfleiks og 11 marka tap niðurstaðan.

Handbolti: Arnór Þorri með 16 mörk í tapi

Þórsarar máttu þola eins marks tap gegn ungmennaliði Hauka þegar liðin mættust í Grill 66 deildinni í kvöld. Lokatölur 33-34. Arnór Þorri Þorsteinsson skoraði 16 mörk í leiknum.

Handbolti: Leikdagur og árskortasala hafin

Þórsarar mæta ungmennaliði Hauka í Grill 66 deildinni í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld, föstudaginn 11. nóvember. Leikurinn hefst kl. 19:30, en húsið verður opnað fyrr, borgarar á grillinu.

Minnum á eindaga félagsgjalda

Greiðsluseðlar fyrir félagsgjöldum í Íþróttafélaginu Þór hafa verið í heimabönkum félagsmanna um nokkurt skeið og eru nú komnir á eindaga. Leggjumst saman á árarnar og styðjum rekstur félagsins með því að greiða félagsgjöldin.